Allt um íþróttir - 01.02.1951, Qupperneq 14

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Qupperneq 14
hverri og sívaxandi leigu jarðeig- enda, sem höfðu nánar gætur á að- sókninni, var atvinnufélögum gert ókleift að starfa með útsláttar- keppnum eingöngu. Vegna þess að undankeppni í bikarkeppninni þekktist ekki eins og nú, áttu atvinnufélögin á hættu að verða slegin út strax í október og það, sem eftir var leiktíma- bilsins, og gátu þau ekki boðið áhorfendum sínum upp á neina aðra keppni. Einnig áttu þau á hættu að lenda á móti svo smáum félögum, að enginn kærði sig um að horfa á leikinn. Þannig kom það fyrir, að Preston North End sigr- aði eitt sinn í bikarkeppninni með 26—0, og það kom oftar en einu sinni fyrir, að Aston Villa sigraði með 20—0. Var þá komið með stól fyrir markvörð þeirra, sem sat í makindum í markinu út leikinn. Áhorfendur voru fái’r, en launalist- inn varð ekki minni. Nokkru eftir 1880 kom fyrir, að Aston Villa lék ekki leik í hálf- an annan mánuð, þar eð andstæð- ingar þess, sem fengnir höfðu ver- ið til að leika aukaleiki, mættu ekki. Deildakeppnin var því til af hreinni anuðsyn, einasta lausnin á ríkjandi neyðarástandi. í marz 1888 bauð W. M’Gregor hjá Aston Villa, stjómum annarra atvinnufélaga á fund og lagði til, að komið yrði á tvöfaldri stiga- keppni atvinnufélaganna, þar sem einn keppti við alla og allir við einn bæði heima og heiman. Þessi keppni var svo ákveðin 17. apríl 1888, með þátttöku 6 félaga 48 frá Lancashire: Preston North End, Bolton Wanderers, Everton, Bumley, Blackbum Rovers og Acc- rington, og sex frá Miðlöndum: Aston Villa, Wolverhampton Wan- derers, West Bromwich Albion, Derby County, Stoke City og Notts County. Að undanteknu Accrington eru öll þessi félög enn í deildakeppn- inni, þó öll hafi þau átt misjafna ævi, fallið niður, og Stoke hefur fallið alveg út, 1890—1. Núverandi Accrington Stanley (í III. deild nyrðri) er annað fyrirtæki, með nýjan völl. Nafn samtakanna olli töluverð- um deilum, því að atferli írska leynifélagsskaparins (Irish Land League) var ekki sérlega vinsælt með Englendingum, en að endingu var þeim gefið nafnið The Football League, og hefur það verið notað síðan. Fyrsta tímabilið varð eftir- minnilegt, því að Preston North End vann afrek, sem líklegt er að standi óhaggað. Þeir unnu deilda- keppnina án þess að tapa leik og bikarkeppnina án þess að fá á sig mark. Liðið („Hinir ósigrandi“) var skipað einum Velsa, þremur Lancashire-búum og sjö Skotum. Skráin yfir fyrsta leikárið leit þannig út: Leiktímabilið 1888—89. Preston N.E. 22 18 4 0 74-15 40 Aston Villa 22 12 5 5 61-43 29 Wolverh.ton 22 12 4 6 50-27 28 Blackb. R. 22 10 6 6 66-45 26 Bolton W. 22 10 2 10 63-59 22 W. Bromw. 22 10 2 10 40-46 22 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.