Allt um íþróttir - 01.02.1951, Page 29
MERKUR FÉLAGSSKA.t-UR.
I haust sem leið var stofnað í
Briissel félag afrekaskrásetjara
(,,statistikkera“), en stofnendur
voru flestir af færustu mönnum
heimsins í þessu fagi. Forseti var
kjörinn Ilarold M. Abrahams, Bret-
landi, form. R. L. Quercetani, ít-
alíu, og ritari F. Regli, Sviss.
Strax eftir stofnunina var ein-
um íslendingi, Brynjólfi Ingólfs-
syni, sýndur sá sómi að vera gerð-
ur að meðlim félagsins. Kom það
engum á óvart, sem til hans þekkja,
því hann hefur um áraskeið verið
í fremstu röð í þessari grein.
Félagið mun gegna merku starfi
í framtíðinni og er það ætlun þess
að gefa út árlega bók með skrám
yfir 50 beztu í Evrópu, svo og
meistaramót Evrópulandanna, auk
þess sem það mun tilnefna tiu
beztu menn í hverri grein. Hér er
auðvitað átt við frjálsíþróttir ein-
göngu.
Þeir, sem hefðu í hyggju að ger-
ast meðlimir félagsins, skulu hafa
samband við Brynjólf, sem gefur
allar upplýsingar um skilyrði fyr-
ir upptöku í það.
SPREYTTU ÞIG!
Svör við spumingum á bls. 14.
1. í 50 m. skriðsundi og 50 m.
flugsundi.
2. Hafsteinn Guðmundsson.
3. Þeir eru þrír: Óskar Jónsson
(3:53.4), Pétur Einarsson
(4:01.8), og Þórður Þorgeirs-
son (4:07.8).
4. Það var ekki byrjað að halda
E.M. í frjálsíþróttum fyrr en
1934.
5. K.R.
6. 6444 stig.
7. Skíðamaðurinn Heikki Hasu.
8. Þýzkaland (40.1 sek.).
9. íþróttabandalag framhalds-
skólanna í Reykjavík og ná-
grenni.
10. Rússinn David Bronstein.
Litlar sögur fara af júgóslav-
neskri knattspymu fyrir árið
1920, en af reglum þeim, sem
knattspyrnuráð Zagreb-borgar gaf
út 1932, er hægt að gera sér í
hugarlund, að hún hafi ekki verið
neinn bamaleikur. Þá var nefni-
lega stranglega bannað að sparka
í andstæðing, sem ekki hafði knött-
inn, bannað var að gera út um
deilu með slagsmálum eða spörk-
um, og leikmenn yrðu að hætta að
stökkva á andstæðing með báðum
fótum. Tveim árum síðar vildi það
til í kappleik í Strúmitza, að mið-
framherji annars liðsins lék knett-
inum sex sinnum að markverði
andstæðinganna, lék síðan í kring
um hann og renndi knettinum í
netið. En þegar miðframherjinn
kom í 7. heimsóknina, veitti mark-
vörðurinn honum velútilátið högg
á hnakkann, svo að hann féll dauð-
ur niður. Markvörðurinn fékk 3ja
mánaða fangelsi fyrir manndráp.
IÞRÖTTIR
63