Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 36

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Blaðsíða 36
Tvö skíðamót úti á landi, Svigkeppni á ísafirði. Keppni um Ármannsbikarinn fór fram í Stórurð á ísafirði sunnud. 11. febr. s.l. Keppt var í 2 flokkum. 28 keppendur voru í eldri flokki, en 24 í þeim yngri. Braut eldra flokksins var 650 m. löng. Hæðarmismunur 300 m., með 35 hliðum. Þetta var einhver lengsta braut, sem þar hefur ver- ið lögð, því hún náði upp undir sVonefndan Gleiðarhjalla. Rigning var á meðan keppnin fór fram og færi ekki sem bezt. Úrslit í eldra flokki urðu sem hér segir: 1. A-sveit Harðar á 6:52.1 mín. 2. sveit Ármanns á 7:10.2, 3. sveit Skíðafélagsins á 7:39.7, 4. B-sveit Skíðafélagsins á 8:13.9, 5. B-sveit Harðar á 8:21.0, og 6. sveit Þróttar á 8:42.0. í einstaklingskeppninni urðu úrslit þau, að fyrstur varð Jón Karl Sigurðsson, Herði, á 2:06.5 mín., 2. Oddur Pétursson, Ármann, 2:09.0, 3. Gunnar Pétursson, Ár- mann, 2:13.2, 4. Haukur O. Sig- urðsson, Herði, 2:19.6, 5. Hörður Árnason, Þrótti, 2:20.0. í yngra flokki sigraði sveit Þróttar á 4:13.8 mín. 2. A-sveit Harðar 4:28.0, 3. sveit Ármanns 6:04.0, 4. B-sveit Harðar 6:07.2. í einstaklingskeppninni í yngra flokki varð fyrstur Björn Helga- son, Þrótti, 1:18.1 mín., 2. Óskar Benediktsson, Þrótti, 1:19.0, 3. Elías Helgason, Herði, 1:21.2. Stökkkeppni á Akureyri. Sveitarkeppni um „Morgunblaðs- bikarinn" fór fram sunnud. 11. febr. í ágætu veðri. Að þessu sinni féll bikarinn til K.A., en það félag hefur oftast unnið hann eða alls fjórum sinn- um. Í.M.A. hefur unnið hann 3svar. I sveit K.A. voru: Guðmundur Guðmundsson, Sigtryggur Sig- tryggsson og Þráinn Þórhallsson. Sveitin hlaut alls 630.5 stig. Sveit Þórs varð önnur með 616.4 stig, þriðja var B-sveit K.A., en Í.M.A. hafið ekki fullskipaða sveit. Árangur varð sem hér segir: 1. Hermann Ingimarsson, Þór, 213.6 stig (26.5 og 24 m.). 2. Guðmundur Guðmundsson, K.A., 212 st. (25.5 og 26 m.). 3. Sigtryggur Sigtryggsson, KA, 210 st. (25.5 og 27 m.). 4. Þráinn Þórhallsson, KA, 208.5 stig (25.5 og 26 m.), og 5. Jens Sumarliðason, Þór, 202.2 st. (24 og 23.5 m.). Kennslubók í frjálsíþróttum. Þeim, sem hafa óskað eftir, að ritið birti kennsluþætti, skal bent á, að út er að koma kennslubók í frjálsíþróttum. Telur ritið því óþarft að birta kennsluþætti í þeirri grein íþróttanna, en taka heldur aðrar fyrir. 70 IÞRÓTTXR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.