Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Blaðsíða 20
íslenzkir íþróttamenn VII: Þórdís Árnadóttir. Ég er ekki langreynd í sund- íþróttinni og get því ekki talað um sund af mikilli reynslu, en ég mun reyna að lýsa hinum stutta sundferli mínum, í fám orðum. Frá því ég man eftir mér, hef ég alltaf haft mikinn áhuga fyrir sundíþróttinni. Ég veit þó ekki, hvemig á því stóð, að ég fékk meiri áhuga fyrir sundi en öðrum íþróttagreinum, en ég býst við að það hafi verið vegna þess, að þá voru stúlkur ekki í öðrum íþrótt- um en sundi. Þegar ég var 13 ára fór ég 1 fyrsta skipti á sundæfingu hjá Glímufél. Ármanni. Þjálfari minn var Þorsteinn Hjálmarsson. Viku eftir að ég kom á fyrstu æf- inguna tók ég þátt í sundkeppni, og gekk mér framar öllum vonum. Ég geri ráð fyrir, að það hafi ráð- ið úrslitum um, að ég tók nú að æfa sund af miklu kappi, þó að í sjálfu sér skipti ekki miklu máli hversu framarlega maður kemst í hinum ýmsu íþróttagreinum, held- ur fyrst og fremst sú hollusta og ánægja, sem maður hlýtur við æf- ingamar. Það hefur alltaf verið talsverð- um erfiðleikum bundi fyrir mig að sækja æfingar. Ég hef alltaf ver- ið í skóla, og sundhöllin er langt frá heimili mínu, en ég hef ekki sett það svo mjög fyrir mig, því að ég held, að þeim stundum, sem ég hef eytt í sundhöllinni, hefði ekki verið betur varið. Árið 1948 held ég að hafi verið merkasta ár, sem ég hef lifað. Þá um vorið var fyrirhuguð keppni milli Norðmanna og íslendinga í sundi. Ég var svo heppin að vera ein af þeim stúlkum, sem valdar voru til æfinga fyrir þessa fyrir- huguðu keppni. Æfingar voru þá á daginn, og að sjálfsögðu var það mun betra, því að kvöldæfingar koma ekki að eins miklum notum, þar sem allir eru þreyttir á kvöld- in eftir annir dagsins. Enda»þótt árangur okkar stúlknanna í keppn- inni við Norðmennina yrði ekki eins mikill og vonir stóðu til, var ákveðið að við skyldum æfa fyrir Ólympísku leikana, sem halda átti í London þá um sumarið. Æft var af kappi bæði í Sundhöll Reykja- víkur og lauginni í Hveragerði, sem er lengsta laug hér á landi (50 m.). 92 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.