Allt um íþróttir - 01.03.1951, Page 26

Allt um íþróttir - 01.03.1951, Page 26
—— íþróttamenn undir smásjánni bmíhbí Af svokölluðum „öruggu sigurvegurum" á Ólympíuleikjunum 1948, sem af einhverjum ástæðum tókst samt ekki að sigra, munu fáir hafa haft meiri ástæðu til óánægju heldur en þáverandi heimsmethafi í 400 metra hlaupi, Herbert McKenley, Jamaica. Það dettur engum í hug að gera lítið úr hinum stórkostlega enda- spretti Arthurs Wint’s, en það er vægast sagt óheppni, að fremsti 400 metra hlaupari heimsins skyldi einmitt tapa þessu hlaupi, sem var svo miklu þýðingarmeira en öll hin. McKenley varð fyrstur allra til að hlaupa 400 metra innan við 46 sek. og hefur hlaupið vegalengdina 50—60 sinnum innan við 47 sek. Hann hefur einnig hlaupið 300 metra á 32.4 sek., sem er óviðurkennt heimsmet og á 200 metrum náði hann 20.6 sek. s.l. sumar á beygju (í sama hlaupi og Haukur Clausen hljóp á 21.3). Fyrir þrjátíu árum síðan sagði hinn ágæti þjálfari, Ernie Hjertberg, við 400 metra hlaupara: Hlaupið fyrstu 100 m. á fullum hraða, slakið aðeins til á næstu 100 m., haldið þeim hraða fyrir beygjuna og komið svo með allt, sem eftir er í endasprettinn. Þetta er að margra áliti bezta „taktíkin” fyrir 400 m. hlauparann, en sá sem fyrstur gat hlaupið ná- kvæmlega samkvæmt þessari kenningu, var Herbert McKenley. En hvers vegna tapaði hann þá fyrir Wint? 1 fyrsta lagi vegna þess, að þetta var annað 400 m. hlaupið sama daginn og á því græddi Wint, sem einnig er 800 m. hlaupari, en i öðru lagi vegna þess, að McKenley byrjaði hlaupið eins og hann væri í 100 m., hann tók t. d. 5—6 m. af mönnum eins og Whitfield, Curotta, Bolen og Wint, sem allir hlaupa 200 m. vel innan við 22 sek. En ógæfan hafði ekki alveg yfirgefið McKenley, því að í 4X400 m. boðhlaupinu varð sveit Jamaica að hætta, vegna meiðsla Wint’s, en þar mun hann hafa ætlað sér að krækja í hið eftirsótta gull Ólympíuleikjanna. Næsta ár verða aftur haldnir Ólympiuleikir og þar sem McKenley er enn í fullu fjöri, er ekki ólíklegt, að hann verði meðal þátttakenda. Kannske á ósk hans frá 1948 eftir að rætast í Helsingfors? dén, sem á 8:10.2 í 3 km. og 14:12 í 5 km., Birger Hultkvist (4.21 á stöng og 1.85 í hástökki), spjót- kastarinn Gunnar Pettersson, sem kastað hefur 71.77 m., kúluvarp- arinn Algot Pettersson (14.72 m.), langstökkvarinn Gustav Strand (7.32), hástökkvarinn Ragnar Björk (1.99 m.), hann kom hingað með Svíunum 1946. Til greina get- ur einnig komið, að 1500 m. hlaup- arinn Sture Landquist (3:46.6) verði með í förinni. Auk þessara, sem nú hafa verið taldir upp, er von á ,,drengjum“, a. m. k. 5 talsins. Bezti árangur þeirra er: 11.2 á 100 m., 53.2 á 400 m., 15.8 í 110 m. grhl., 6.86 í langst., 13.35 í þrístökki, 3.50 í stöng, 56.85 í spjótkasti (spjót f. fullorðna), 38.65 í kringlu (einnig fullorðinskringla). Eins og sést á framansögðu, er þetta mjög sterkur flokkur, lík- lega einhver sá sterkasti, sem hingað hefur komið. Sýnir þetta vel, hvað við erum komnir í mik- ið álit hjá Svíunum, því að ekkert er betri viðurkenning en það, að senda svo stóran og sterkan hóp til keppni við okkar menn. 98 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.