Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 2

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 2
Herra ritstj. „íþrótta". í sambandi við 1. spurningu „Spreyttu þig“, vil ég benda á, að íþróttafélag Menntaskólans í Rv. notar einnig skammstöfunina Í.M. Birtist þetta í októberhefti þessa árs. — Svo langar mig að spyrja nokk- urra spurninga: 1. Kepptu Pétur Einarsson og Magnús Jónsson s.l. sumar? Hver var bezti árangur þeirra þá? 2. Geturðu ekki birt fyrir mig öll met, sem Gunnar Huseby hefur sett í kúluvarpi, frá því að hann setti hið fyrsta? 3. Hver á íslandsmet í 500 m. hlaupi, ef slíkt met er til og hver er árangurinn? En Evrópu- og heimsmet? Að endingu vil ég láta í ljós á- nægju mína með ritið og óska því gæfu og gengis og langra lífdaga. Menntskælingur. Svör: 1. Þeir kepptu ekkert árið 1951, nema að Pétur hljóp endasprett- inn fyrir sveit Í.R. í Tjamarboð- hlaupinu. 2. Met Gunnars Huseby í kúlu- varpi eru þessi: 14.31 m. 26. maí 1941, 14.63 25. ág. 1941, 14.79 19. júlí 1942, 15.32 19. júní 1944, 15.50 11. júlí 1944, 15.57 17. júní 1945, 15.69 8. júlí 1946, 15.82 5. júlí 1949, 15.89 9. júlí 1949, 15.93 10. júlí 1949, 16.41 18. júlí 1949 og 16.74 24.21 m. (14.31+9.90) 26. maí 25. ág. 1950. Með báðum höndum: 1941, 26.22 (14.53+11.69) 7. ág. 1943, 26.48 (14.57+11.91) 21. sept. 1943, 26.61 (14.73 + 11.88) 30. sept. 1943, 26.78 (15.50 + 11.28) 11. júlí 1949 og 29.13 (16.62 + 12.51) 28. 1944, 28.29 (16.41 + 11.88) 18. júlí júlí 1951. Huseby hefur sex sinn- um bætt metið í kringlukasti og einnig sex sinnum með báðum höndum. Auk þess hefur hann einu sinni sett met í sleggjukasti. Alls hefur hann því sett 32 ísl. met á ellefu árum. 3. Ekkert til. NÝJASTA NÝTT! Utanhússmót eru nú byrjuð i Bandaríkjunum og hafa náðst þar mjög góð afrek. Svíinn Roland Nilsson vann kúluvarp og kringlukast á einu móti og kastaði 16.40 og 50.08, kúluvarpsárangurinn er nýtt met. í hástökki var Charles Holding fyrstur á 2.05 og Walter Davis annar á 2.03, Dick Jones hafði 2.00 og Jack Pazett 1.98. Charles Tho- mas hljóp 200 m. á 20.3 (bein br.), Neville Price hafði 7.67 í langst., Hooper 16.65 í kúlu og James. Brown 3:52.6 í 1500 m. í sundinu er árangurinn einnig góður. Ford Konno var fyrstur í 1500 m. skriðsundi á 18:47.7, 440 yds. skriðsundi á 4:34.5 og 220 yds. á 2:06.4! Thomann vann 150 yds. baksund á 1:30.8. 74 1ÞRÓTTIR,

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.