Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 32

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 32
Sarpsborg—Sandefjord 2:0 Snögg—Frederikstad 1:4 Strömmen—Sparta 0:0 Bretland. Síðasta laugardag í apríl var skorið úr um flest varðandi deilda- keppnina. Áður hafði verið úr því skorið, að Sheffield Wednesday mundi komast upp í I. deild eftir 1 leiktímabil í II. deild. Þennan síðasta leikdag vildi svo til, að þá áttu 2 eftsu liðin í I. deild að leika saman, Manchester United og Ar- senal léku um meistaratitilinn í Manchester. Nokkrum dögum áð- ur hafði Arsenal tapað fyrir West Bromwich og var 2 stigum fátæk- ara en Manch. United. Arsenal varð því að sigra með 7:0 minnst til þess að hreppa titilinn. í leikn- um voru skoruð 7 mörk, en 6 af þeim skoraði Manch. United. — Arsenal missti snemma í leiknum 2 leikmenn út af vegna meiðsla. Manch. United hefur því unnið I. deild I fyrsta sinn eftir styrjöld- ina og var sannarlega mál til kom- ið, því að 4 leiktímabil af 5 hefur það hafnað í 2. sæti og öll leik- tímabilin fengið 50 stig eða meira. Og þar til í vetur hefur það ætíð þessi tímabil komizt langt í bikar- keppninni og borið þar sigur úr býtum einu sinni. Það hefur því verið langsamlega jafnasta lið Englands síðustu árin. Niður í II. deild falla Fulham og Huddersfield og er það í fyrsta skipti, sem þessi lið falla úr I. 104 deild. Fulham kom upp 1949 og fellur því eftir 3 tímabil, en Hudd- ersfield hefur leikið í I. deild síð- an 1920 og var fram að styrjöld- inni með sterkustu og þekktustu félögum Englands, hreppti efsta sætið í I. deild 3 ár í röð, sem að- eins Arsenal hefur eftir leikið og þrisvar leikið í úrslitum bikar- keppninnar. Eftr styrjöldna hefur það aftur á móti verið á flæðiskeri statt og oftast lafað á 1 eða 2 stiga mun. Sheffield Wednesday fer nú aft- ur upp eftir 1 ár í II. deild og það getur það að verulegu leyti þakk- að 19 ára nýliða, sem settur var inn í liðið í október, en hefur síð- an skorað helminginn af mörkum þess í vetur eða 45 alls. Með því fer upp Cardiff City, sem leikið hefur nú lengi í II. deild, eða síðan 192?. Niður í III. deild falla Co- ventry og Q.P.R., en þeirra sæti taka Lincoln City og Plymouth Argyle. Lokastaðan varð þessi: Manch. Utd. 42 2311 8 95-52 57 Tottenham 42 22 9 11 76-51 53 Arsenal 42 211110 80-61 53 Portsmouth 42 20 814 68-58 48 Bolton W. 42 19 10 13 65-61 48 Aston Villa 42 19 9 14 79-70 47 Preston 42 17 12 13 74-54 46 Newcastle 42 18 915 98-72 45 Blackpool 42 18 9 15 64-64 45 Charlton 42 17 10 15 68-63 44 Liverpool 42 12 19 11 57-61 43 Sunderland 42 15 12 15 70-61 42 W.B.A. 42 14 13 15 74-77 41 Burnley 42 15 10 17 56-63 40 Manch. City 42 13 13 16 58-61 39 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.