Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 6
mjög gott, því að þá er keppand-
inn nærri því viss um að verða
meðal 12 fyrstu. Eins og öllum er
kunnugt varð Torfi fyrir því
óhappi að skera þurfti hann upp
við magasjúkdómi. Ekki er samt
alveg útilokað, að hann verði með,
þó að líkurnar séu litlar. Það er
alveg víst, að ef Torfi getur farið
með, mun hann standa sig vel.
Sigurður Friðfinnsson leggur í ár
áherzlu á langstökkið, og er von-
andi að honum takist að komast
yfir 7 m.-markið, en hvort það
verður nógu mikið, er ekki gott að
segja; við skulum vona, að Sigurði
takist að stökkva sem lengst. Skúli
segist ekki æfa vel, en hann er nú
samt alltaf viss með 1.90 m.; von-
andi leggur hann meiri áherzlu á
æfingamar, þegar útiæfingar hef j-
ast. í þrístökkinu hafa tveir menn
möguleika, þeir Kári og Kristleif-
ur. Stefán Sörensson keppti ekkert
í fyrrasumar vegna veikinda. Ekki
er ómögulegt, að hann gangi heill
til skógar í sumar, en þá er hann
okkar bezti þrístökkvari.
Undanfarin ár höfum við verið
einna sterkastir í köstunum og er-
um það enn, þó að bezti maðurinn
sé frá. Þeir Friðrik og Löve verða
góðir í sumar og kasta líklega báð-
ir 47—49 m. Annars var nýr mað-
ur, Þorsteinn Alfreðsson, í uppsigl-
ingu í fyrrasumar og er ómögu-
legt að segja, hvað hann gerir. —
Jóel æfir lítið sem ekkert og því
ekki vert að reikna með honum.
Ágúst Ásgrímsson hefur mikla
möguleika að komast sem kepp-
andi í kúluvarpinu, því að hann
var í góðri framför í fyrra og held-
ur því vonandi áfram. Guðmundur
Hermannsson frá ísafirði þarf ekki
að bæta við sig nema 25 cm. frá
í fyrra og getur það áreiðanlega,
en annars á hann fremur að reyna
við tugþrautina, því að þar er hæg-
ur vandi fyrir hann að ná 6500
stigum. Að sjálfsögðu keppir svo
Örn Clausen í tugþrautinni.
Um frammistöðu ísl. flokksins í
heild er ekki gott að segja neitt
ákveðið að svo stöddu. en mikil
óheppni væri það, ef piltarnir
færðu íslandi ekki einhver stig, en
þá þarf einhver að vera meðal sex
fyrstu.
ÖLYMPiUFRÉTTIR.
Þjóðverjar munu senda ca. þrjá-
tíu manna hóp til Helsingfors.
Þeir virðast nú vera búnir að ná
sér eftir hörmungar stríðsins, því
að lið þeirra verður mjög sterkt.
Sérstaklega eru þeir góðir í hlaup-
unum; í fyrra hlupu 6 undir 48
sek. í 400 m., 3 undir 1:50 í 800 m.
og 6 í kringum 3:50 í 1500 m. Svo
eiga þeir marga spretthlaupara á
10.4 og 10.5 sek. Þeir eru einnig
góðir í sleggjukasti, tugþraut og
5 og 10 km.
#
Bob Mathias æfir nú af kappi.
Hann hefur nú þegar náð 14.5 sek.
í 120 yds. grhl., 55 m. í spjótkasti,
50.10 í kringlukasti, 1.89 í hástökki
og 3.96 á stöng.
78
IÞRÓTTIR