Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 17
segja um Adolf, sem þó varð 2. á skránni. Báðir þessir menn æfðu lítið, einkum þó seinni part sum- ars. Vilhjálmur Pálsson var mjög jafn; keppti nokkuð oft og átti jafnan 53—55 m. köst í poka- horninu. Sorgarsaga Hjálmars Torfason- ar er sögð í greininni um kúlu- varpið. Hefði hann ekki orðið fyr- ir áðurnefndu slysi, hefði hann ef- laust farið yfir 60 metra, því hann var að komast í mjög góða æf- ingu, er það skeði. Þórhallur Ólafsson er ungur og virðist ágætt efni, sem alls ekki má hverfa af leikvanginum fyrst um sinn. Það var harmlegt að missa Kristján Kristjánsson í blóma lífs- ins. Hann var mjög efnilegur íþróttamaður og skilur eftir í hug- um allra, er sáu hann og reyndu, minninguna um góðan dreng, sem var fullur af áhuga og ást til íþróttanna. Við fráfall Kristjáns Kristjánssonar má segja að rofn- að hafi traustur hlekkur í íþrótta- mannakeðju okkar íslendinga. Magnús Guðjónsson tók fram- förum, en hið gagnstæða er að segja um Ófeig, sem hrakaði um 4 metra frá árinu áður. Árangur Sigurðar er frá fimmtarþraut M.I. og má teljast ágætur. Sleggjukast: Vilhjálmur GwSmundsson, K.R. . . 47.65 Gunnar Huseby, K.R.................46.80 Páll Jónsson, K.R..................45.80 ÞórSur SigurSsson, K.R.............44.62 Sigurjón Ingason, Umf. Hvöt .... 43.92 Símon WaagfjörS, Þór, Vm.........43.90 Pélur Kristbergsson, F.H..........42.10 Gunnlaugur Ingason, Á.............41.89 Ölafur Þórarinsson, F.H...........39.33 Karl Jónsson, Týr.................37.60 Það fór fjörkippur um slegju- kastara okkar á sumrinu sem leið. Tóku þeir flestir miklum framför- um og nálgast óðum 50 m.-markið. Gunnar Huseby sló hið 11 ára gamla met Vilhjálms Guðmunds- sonar um 23 cm úti í Svíþjóð. En Vilhjálmur var ekki alveg á því að láta metið ganga sér úr greipum, og síðast í ágúst tókst honum að klófesta það aftur úr höndum Husebys. Vilhjálmur hefur aldrei verið eins góður og í sumar sem leið, aldrei eins nálægt 50 m.-mark- inu. Páll Jónsson hefur líklega hvað mestri tækni yfir að ráða af ísl. sleggjukösturum, og er hann mjög líklegur til framfara. S.l. sumar var Páll svo óheppinn að þurfa að fara úr bænum meðan aðalkeppn- in í sleggjunni stóð yfir. Framfarir Þórðar virðast vera staðnaðar að sinni, en slíkt er ekki óalgengt, og er oft undanfari mik- illa framfara. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt Sigurjón Ingason gerðist nærgöng- ull við 50 metrana í sumar. í raun- inni byrjaði hann að hugsa um sleggjuna s.l. sumar og keppti fyrst 26. ágúst og kastaði þá 37.12. Síðan keppti Sigurjón nokkrum nokkrum sinnum og náði lengst í síðustu keppni sinni um haustið (20. okt.) 43.92. Ja, minna má nú gera gera. Frh. á bls. 92 ÍÞRÓTTIR 89

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.