Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 10

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 10
Eysteinsson mun hafa tekið upp æfingar í vetur, en ekki hefur heyrzt, að Kjartan væri byrjaður aftur. Aftur á móti hefur liðið misst Guðmund Samúelsson og Kristján Ólafsson. Hjá K.R. hefur gætt skorts á áhuga, sem mun án efa stafa af missi margra góðra leikmanna. Bergur Bergsson er farinn til sjós, Steinn Steinsson verður í vor í prófönnum og Ólafur Hannesson leikur ekki að læknisráði. Ekki veitir af að liðin séu í góðri æfingu fyrir vormótið, en ekki sízt vegna þess, að hingað mun von, samkv. hálfopinberum heimildum, enska atvinnumannaliðsins Brent- ford frá London. Mun það koma hingað 27. maí og leika 5 leiki, en ekki mun enn ákveðið, gegn hverj- um þeir verða. Brentford hefur á seinni árum verið í hópi beztu knattspymufé- laga Englands. Það var stofnað 1888, en lék fyrst framan af í hér- aðakeppnum og smærri deildum, en 1920 var félagið kosið í III. deild lígunnar, er sú deild var stofnuð, og 1935 vann það sig upp í I. deild eftir 2ja ára dvöl í II. d. Eftir styrjöldina hefur liðið ver- ið upp og ofan, féll niður í II. deild fyrsta árið og hefur síðan verið i lakari helmingi deildarinnar. í vet- ur var það framan af meðal 3ja efstu liðanna, en seig síðan niður á við og mun nú vera í 12.-14. sæti. Brentford hefur ekki á undanförn- um árum haft í þjónustu sinni mjög þekkta leikmenn, nema ef vera skyldi þjálfarann Jimmy Ho- gan, Skotann, sem gerði Austur- ríki að knattspymulegu stórveldi á áranum fyrir styrjöldina, prédik- ara stutta samleiksins og hat- rammur andstæðingur lokaða varnarleiksins, sem tíðkast í enskri knattspyrnu nú á dögum. Nú fyrir skemmstu keypti fé- lagið Lawton, hinn þekkta lands- liðsmann Englands á árunum 1939 —48, fyrir 13 þús. sterl.pd. frá Notts County, til að hressa upp á framlínuna, sem undanfarnar vik- ur hefur skorað lítið af mörkum. Aftur á móti hefur vörn liðsins verið traust og öragg, og miðfram- vörðurinn Greenwood var fyrir nokkru valinn í B-landsliðið enska til að leika gegn hollenzka lands- liðinu í Amsterdam. Vonandi gefst okkur tækifæri til að sjá og leika gegn þessum mönn- um, og óskandi væri, að íslenzk knattspyrna mætti jafnmikið læra af þessu liði og lærðist af komu Queen’s Park Rangers, og fram- farirnar yrðu eins miklar og eftir þá heimsókn. Sænska „Idrottsbladet" átti ný- lega viðtal við Rune Larsson, hinn fræga grindahlaupara Svía. Hann var mjög bjartsýnn og sagði, að frjálsíþróttamennirnir sænsku fengju a. m. k. f jögur bronsverð- laun, eða R. Lundberg í stangar- stökki, hann sjálfur í 400 m. grhl., einhver hástökkvarinn og Áberg eða Landquist , 1500 m. 82 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.