Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 8
í veðri vaka, að þetta muni vera síðasta árið, sem hann keppir. En látum það á sínum tíma sjást, hvaða árangri hann nær. Horace Ashenfelter og Curtis Stone munu aðallega æfa með 3000 m. hindrunarhlaupið fyrir augum og eru þeir báðir tveir mjög liðtækir þolhlauparar og keppa ef til vill einnig í 10.000 m. í 400 m. grindahlaupi mun Char- les H. Moore vera líklegastur, í 400 m. Herbert McKenley og Ge- orge Rhoden (ef þeir keppa þá báðir fyrir U.S.A.). í 100 og 200 m. og 110 m. grindahlaupi verður barizt um hvern þumlung, til þess að komast á leikana, og nöfn eins og Andy Stanfield, Lindy Remi- gino, John O’Connel, Harrison Dil- lard ásamt mörgum öðrum, en þegar vallarmótin hefjast í byrjun maí, mun frekar verða hægt að draga ákveðnar línur, hverjir verða í hverri grein. í stangarstökkinu ber að sjálf- sögðu mest á hinum fræga og lát- lausa presti Robert E. Richards, sem kjörinn var íþróttamaður árs- ins 1951 í U.S.A. Hann hefur nú þegar stokkið tvisvar innanhúss í vetur 4.65 m., og virðist því eng- inn vera neitt nálægt því að ógna honum í þeirri grein; einnig hefur heyrzt, að hann muni keppa í tug- þraut, sem hann er mjög góður í. Svo að sjálfsögðu í kúluvarpinu er það heimsmeistarinn sjálfur James Fuchs, og hefur hann hvað eftir annað upp á síðkastið varp- að kúlunni um 55 fet eða 16.76 og rúmlega það og munu áreiðanlega allir keppendurnir héðan vera ör- uggir með 17 m. og þar yfir. Eins og að framan greinir, þá mun síðar verða auðveldara að skýra frá væntanlegum Ólympíu- keppendum héðan og þeirra sigur- möguleikum í frjálsum íþróttum, og eru þeir tvímælalaust miklir, a. m. k. frá og með 100 til 1500 m., svo og í stökkunum flestum, kúlu- varpi og tugþraut. — Af sjálfum mér er allt gott að frétta. Ég æfi með New York Ath- letic Club, einu stærsta íþróttafé- lagi hér í New York. Ég keppti nokkrum sinnum innanhúss í 1000 yds forgjafarhlaupi og voru vanalega um 35—50 í riðli, og var það líkara slagsmálum en hlaupa- keppni, og hrindingar og stymp- ingar óspart notaðar. f mínum tveim fyrstu keppnum lenti ég t. d. inn af hlaupabrautinni strax eftir viðbragðið — þeir iðka einnig mjög mikið að koma aftan að manni og reyna að hrinda þannig, að maður steypist áfram, en þessu má venjast eins og öðru, og voru því þessar keppnir mínar meira sem lærdómur en árangur. Bezti tími minn var 2:20.5 í 1000 yds (öll vegalengdin) og 1:58 í 880 yds. Ég æfi nú af kappi undir vor- mótin og mun reyna að keppa í eins mörgum mótum og ég get í maí og júní, en eftir júnílok hætta flestir æfingum og keppnum fram í sept—okt., sökum hinna miklu hita, sem hér eru yfir sumarmán- uðina. Nú þegar er vorið komið og vor- hugur og vorangan umlykur allt 80 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.