Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 7
Fréttabréf frá Ameríku. Pétur Einarsson. New York í apríl. Þar eð ég hefi fyrir löngu lofað tímaritinu „Allt um íþróttir“ fá- einum línum héðan, þá finnst mér vera tími til þess kominn að efna það heit, þó að litlu leyti sé — og eins og siður allra er, að lofa bót og betrun. Skal eg senda a. m. k. helztu fréttir héðan fram að ÓL, því að mikið stendur til hjá Amer- íkumönnum, og eru þeir ákveðnir í að gera sinn hlut sem glæsilegast- an. — Nú fyrir skemmstu er lokið inn- anhússmótum hérna, og hefur þar náðst í mörgum tilfellum mjög góður árangur. Langar mig til að nefna þá helztu, sem ég man eftir. 1 mílu hlaup: Don Gehrman 4:07.8, Warren Dreutzler 4:08.2. Þessi tími er sá bezti, sem Dreutzler hef- ur náð, og sigraði hann 22. marz s.l. í Madison Square Garden hinn fræga langhlaupara Bandaríkja- manna, Fred Wilt, er hlaupið hafði hring eftir hring hvor á eftir öðr- um, þar til um 200 yds voru eftir, að Dreutzler geystist fram úr hon- um og kom um 150 yds á undan í mark. Einnig náði Gehrmann langbezta tíma vetrarins innan- húss í 880 yds, 1:51.0 mín. Var þetta á sérstöku móti, sem haldið var til að afla farareyris til Hels- ingfors. Þar var og hinn frægi skautahlaupari Dick Button. Don Gehrman setti nýtt innan- húss heimsmet í vetur í 1000 yds. hlaupi á tímanum 2:08.2, og hygg ég hann vera þann, er Ameríku- menn geri sér mestar vonir um í 800 og 1500 m. í Helsingfors, og svo mikið er óhætt að segja, að hann verður í engum vandræðum að hlaupa innan við 1:50 og 3:50. Aðrir toppmenn í 800 m. eru Ros- coe Browne, Mal Whitfield og R. Pearman, ásamt ótal mörgum öðrum, og reikna ég með að hér séu a. m. k. um 20 menn, sem geta hlaupið á 1:50 mín. og verður úr- slitakeppnin áreiðanlega afarhörð, eins og í öllum öðrum greinum. í 1500 m. mun Dreutzler ásamt Gehrman verða einna líklegastir, ef dæm má eftir getu þeirra á liðnum mótum. Fred Wilt setti fyrir skömmu heimsmet í 2ja mílna hlaupi inn- anhúss á 8:50.7 mín. og mun hann sennilega reyna við 5000 og 10.000 m. og segist hann muni reyna að verða Evrópumönnunum skeinu- hættur. Hefur hann einnig látið IÞRÓTTIR 79

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.