Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 21
þrautarkeppnin á Ólympíuleikun-
um í Helsinki.
Árangur Hauks er mjög eftir-
tektarverður. Eflaust er hann
Frá vinstri: Ingi Þorsteinsson, Haukur
Clausen og Valdimar örnólfsson eftir
tugþraut Rvíkurmeistaramótsins 1951.
7000 stiga maður, ef hann bætir
nokkrar lökustu greinar sínar, svo
sem stöng og spjót.
Ingi getur líka náð langt, en þá
þarf hann að læra greinar eins og
hástökk og stöng og taka auk þess
köstin í gegn.
Valdimar er framtíðarmaður í
þessari grein, hann hefur góðan
hraða, er ágætur langstökkvari,
kúluvarpari og 1500 m. hlaupari.
Getur eflaust orðið mjög góður í
stöng.
Tómas Lárusson er eitt stórt ?.
Það orkar ekki tvímælis, að hann
gæti orðið með þeim allra fremstu,
en til þess þarf bara að æfa.
Árangur Bjarna Linnet er eftir-
tektarverður, ekki hvað sízt í
grindinni.
Þeir spá góðu drengirnir, Ólafur
og Jafet. Hafa þeir báðir til að
bera það, sem fjölþrautarmaður
þarf að hafa yfir að ráða — hraða,
kraft og þol.
Árangur Rúnars Guðmundsson-
ar gefur enga heildarmynd af tug-
þrautargetu hans. í kúlunni er
hann t. d. 1 metra frá vanalegum
árangri, í stöng 40 cm. og í kringlu
allt að 4 m. Rúnar ætti að reyna
sem fyrst aftur og sjá, hvort ekki
tekst betur.
Einar Frímannsson er snöggur
og skemmtilegur íþróttamaður,
efnilegur spretthlaupari.
Þá er þessu yfirliti mínu yfir
frjálsíþróttalíf ársins 1951 hér á
landi lokið. Því miður hefur það
ekki farið mér eins vel úr hendi
og bezt hefði verið á kosið, Les-
endur verða að taka viljann fyrir
verkið í þeim efnum.
Þá vil ég leyfa mér að þakka hr.
lögfræðingi Brynjólfi Ingólfssyni
fyrir ómetanlega aðstoð, sem hann
hefur veitt mér, með því að Ijá
mér aðgang að öllum skrám sínum
og öðrum íþróttabókum.
Að síðustu vil ég svo leyfa mér
að leiðrétta villu, sem kom fyrir
í síðasta blaði í greininni um lang-
stökk. Stóð þar, að Guðmundur
Hermannsson hefði stokkið 6.50 m.
í langstökki s.l. sumar. Nú hef ég
IÞRÓTTIR
93