Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 27

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 27
íslenzkir skíðamenn eiga mikla framtíð fyrir sér. Hœíni þeina tekui öiuggum íiamíöium. Brátt lýkur skíðamótunum og skíðamenn leggja skíðin á hilluna um sinn — með söknuði. Þessi vetur hefur verið mjög ár- angursríkur, hvað skíðaíþróttina snertir, breiddin sjaldan verið jafn mikil og nú orðið svo mikill grúi af jafngóðum skíðamönnum, að í keppni er alveg óvíst um, hver sig- urinn hlýtur. Þegar svo er komið, er örugg vissa um áframhaldandi áhuga og betri árangur skíða- manna vorra, en markið er, að í keppni erlendis geti þeir orðið lið- tækir, og víst er, að eftir árangur þeirra í vetur, er farið að reikna með þeim sem slíkum. Landsmót skíðamanna, sem ný- lega fór fram á Akureyri, undir handleiðslu þeirra Hermanns Stef- ánssonar og Björgvins Júníusson- ar, ber gleðilegan vott um þá fram- för, sem átt hefur sér stað undan- farin ár. Hinn íþróttalegi árangur þessa móts var án efa mjög mik- ill, enda var það með afbrigðum vel skipulagt, og eru keppendur á einu máli um, að það sé eitthvert hið ánægjulegasta mót, sem þeir hafa tekið þátt í. Svo vikið sé fyrst að Alpa-grein- unum, er augljóst, að þar er bar- áttan hörðust, enda mest breiddin í þeim. Úrslitin komu að sumu leyti á óvart, þótt Haukur Sig- urðsson frá ísafirði hafi verið ann- ar af væntanlegum sigurvegurum í svigi, en að hann skyldi verða af sigri í tvíkeppninni, sannar að við öllu má búast hér eftir — Magnús Guðmundsson úr Reykjavík var óvæntasti sigurvegarinn og var frammistaða hans sérlega góð, þar sem hann var annar í bæði svigi og bruni, auk þess sem hann var einn af Reykvíkingunum, sem hrepptu nafnbótina „bezta svig- sveit íslands“. í keppninni um þann titil bar mest á þeim Ásgeiri Eyjólfssyni, Reykjavík, og Hauki Sigurðssyni frá ísafirði, ásamt Reykvíkingun- um Valdimar Örnólfssyni og Ey- steini Þórðarsyni. Valdimar sigr- aði og í bruni, en í því voru Reyk- víkingar í fremstu röð. Þingeyingar voru að vonum fremstir í göngu og hrifsuðu til sín meistaratitlana. ísfirðingar og Strandamenn veittu þó harða keppni og voru framarlega, en efnilegur mun arftaki Jóhanns Strandamanns, Magnús Andrés- son, er nú sigraði í norrænni tví- keppni. Hér söknuðu margir hins ágæta siglfirzka skíðamanns, Har- IÞRÓTTIR 99

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.