Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 16

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 16
sem eru þeim fremri í kostgæfni við æfingar. Um Hallgrím er er hér alveg sömu harmsöguna að segja og í kúluvarpinu, hann virtist vera á leið með að komast í ágæta æf- ingu, þegar mislingamir skárust í leikinn. Eftir það bar hann aldrei sitt barr það sem eftir var sum- arsins. Þá er það hinn ungi Þorsteinn Alfreðsson, þar er ábyggilega á ferð maður, sem ástæða mun verða að geta betur síðar. Þorsteinn tók góðum framförum á s.l. sumri og vonandi er að þær haldi áfram. Næstur er svo Hafnfirðingurinn Sigurður Júlíusson. Hann er orð- inn öruggur 40 m. maður og á oft prýðileg köst í pokahominu. Þeg- ar Sigurður kastaði 43.30, átti hann fyrir utan geisla ógilt kast á ca. 44—45 m., sem sýnir fylli- lega hvað í honum býr. Þá kemur Gunnar Sigurðsson, og er árangur hans nokkru lakari en árið áður. Ef hann fengi meira öryggi í hringnum væm 46—47 m. ekki langt undan. Rúnar Guðmundsson er einn þeirra manna, sem leggur gjörva hönd á margt. Hann er Glímukóng- ur íslands, ágætur frjálsíþrótta- maður og einnig sundmaður góður. Rúnar hefur prýðilegan líkams- vöxt, er stór, sterkur og mjúkur vel. í sumar tók hann hraðfara framförum í kringlukastinu. Varla hefur hann samt náð hámarki getu sinnar í þeirri grein. Kristján Pét- ursson úr Keflavík varð 4. á meist- aramótinu. Hann virðist hafa all- góða framfaramöguleika. Guðm. Hermannsson rekur svo lestina sem 10. maður. Hann tók nokkr- um framförum á árinu, en þó ekki líkt því svo miklum sem í kúlu- varpinu. Spjótkast: Jóel SigurSsson, Í.R................62.94 Adolf Öskarsson, Týr...............56.90 Vilhjálmur Pálsson, Völsungar . . 55.96 Hjálmar Torfason, Umf. Ljótur . . 55.85 Þórhallur Ölafsson, Umf. ölves. . 55.26 Kristján Kristjánsson, Þór, Ak. . . 55.22 Halldór Sigurgeirsson, Á............54.44 Magnús GuSjónsson, Á...............53.21 Öfeigur Eiríksson, K.A.............52.69 SigurSur FriSfinnsson, F.H..........51.52 Það virðist sem að köstin tvö, spjót og sleggja, hafi að nokkru leyti lent utan hinnar miklu fram- faraöldu, sem á síðari árum hefur dunið yfir ísl. frjálsíþróttalíf. í spjótkastinu fengum við að vísu Jóel á alþjóðamælikvarða, en hvað svo? Jú, svo komu Adolf og Hjálm- ar fram á sjónarsviðið, — þarna eru 70 m. menn á ferðinni, sögðu sérfræðingarnir. — Svona mætti lengi telja, margir prýðilega efni- legir spjótkastarar hafa komið fram, en hvernig sem á því stend- ur, eru þeir flestir úti á landi og eiga við slæmar aðstæður að búa og njóta lítillar tilsagnar. Svo verður sagan jafnan sú, að maður- inn, sem við góðar aðstæður gæti kastað 60—70 metra, er stöðugt að etja kapps við 50 m.-markið. Annars var árið 1951 mjög lé- legt fyrir ísl. spjótkastara. Jóel var mun lakari en árin á undan og keppti líka sjaldnar. Sama er að 88 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.