Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 15

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 15
mundur ætti að reyna við fjöl- þrautir, því maður sem stekkur 6.50 í langstökki, hleypur 100 m. á 11.2 og kastar kringlu 4iy2 og er jafn ágætur kúluvarpari og Guðmundur, hann hlýtur að geta orðið góður tugþrautarmaður. Ég vil leyfa mér að nota tækifærið og skora á þennan ágæta íþrótta- mann, að láta nú ekki komandi sumar líða án þess að taka þátt í tugþraut. Hver veit nema þar væri maður á heimsmælikvarða. Þá er röðin komin að Vilhjálmi Vilmundarsyni. Það er ekki hægt að segja, að þær vonir hafi rætzt, sem menn gerðu sér með Vilhjálm, þegar hann var enn kornungur. Hann gaf þá svo góðar vonir, að flestir héldu, að hér væri um „nýjan Huseby“ að ræða. En síðan 1948 hefur Vilhjálmur aldrei náð sér vel upp. En hann er enn á bezta aldri og því vonandi alls ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Sigurður Júlíusson komst nú í hóp okkar beztu kastara. Hann er stór og sterkur og getur átt eftir að taka enn miklum framförum. Svo er það Friðrik Guðmunds- son. Kúlan er nú orðin hjágrein hans, því hann hefur tekið meira ástfóstri við kringluna. Samt er Friðrik einn af okkar öruggustu kúluvörpurum. Hallgrímur Þingeyingur var mjög óheppinn. Hann var á góðri leið með að komast í æfingu á öndverðu sumri, en lagðist þá í mislingum og náði sér ekki aftur upp um sumarið. Sigfús á Selfossi er nú búinn að halda lengi út, að vísu er nú tekið að halla undan fæti, hvað afreksgetu snertir, en þó á hann alltaf til góð köst. Bragi Friðriks- son stendur í sömu sporunum og fyrr. Hjálmar Torfason hefði nú e. t. v. verið í 14 metra flokknum, ef hann hefði ekki verið svo óhepp- inn að meiða sig á höndum rétt fyrir mitt sumar og átti lengi í því, og gat ekki æft köst meðan á því stóð. Kringlukast: Gunnar Huseby, K.R...............49.35 Þorsteinn Löve, I.R..............48.34 Friörik GuÖmundsson, K.R.........47.36 Hallgrímur Jónsson, Umf. Reykhv. 46.13 Þorsteinn Alfreösson, Á..........45.40 Siguröur Júlíusson, F.H..........43.30 Gunnar SigurÖsson, K.R...........42.81 Rúnar GuÖmundsson, Umf. Vaka . 42.11 Kristfán Pétursson, Knspf. Kv. . . . 41.84 Guöm. Hermannsson, Höröur . . . 41.56 Huseby var ekki eins góður í kringlunni í fyrra og sumarið 1950 — hefur e. t. v. ekki lagt eins mikla áherzlu á hana þá. Þó kastaði hann tvisvar yfir 48 m. og fimm sinnum yfir 47 metra, sem út af fyrir sig er prýðilegt. Löve var líkur og árið áður og kastaði alls í 10 keppnum yfir 45 mm., þar af tvisvar yfir 47 metra. Það sama er að segja um Frið- rik og Löve, að hann stóð í sömu sporunum og 1950. Þessir menn eiga báðir ábyggilega eftir að bæta árangur sinn, því auk þess sem þeir eru báðir ágætlega úr garði gerðir, frá náttúrunnar hendi, mun vera leit á íþróttamönnum, IÞRÓTTIR 87

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.