Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 9
og alla og hitinn orðinn um 10
—22 stig á Celcius — og mun hann
aukast smátt og smátt. Þjálfari
N. Y. A. C. er Thomas Quinn, er
lengi var með beztu míluhlaupur-
um hér og er bezti tími hans um
4:10mín. í míluhlaupi. Drengimir
eru mjög vingjarnlegir og viljugir
að hjálpa og segja til, frekast sem
þeir mega, en annars er anzi erf-
itt að stunda æfingar hér, sökum
þess, hversu allar vegalengdir eru
óskaplega miklar.
Að lokum langar mig til að biðja
blaðið fyrir mínar beztu kveðjur
og óskir tii íslenzkra íþróttamanna
og íþróttaunnenda, með von um að
drengirnir æfi vel fyrir komandi
Ólympíuleika, þótt ef til vill sé
ekki um miklar sigurvonir að
ræða, þá er það samt, að hver og
einn geri það, sem hann getur.
Pétur Einarsson:
Knattspyrnumótin að hefjast.
Brentford kemur sennilega I vor.
Undanfarnar vikur hefur K.R.R.
unnið að því með mótanefndum að
skipuleggja vormótin í knatt-
spyrnu, og ætti að viðhafa það
fyrirkomulag við öll mót, lands-
mót jafnt sem Reykjavíkurmót.
Það gerir öllum auðveldara fyrir,
vallarvörðum og mótanefndum
leikmönnum, þjálfurum, dómurum,
líka.
Hjá meistaraflokkum félaganna
hafa æfingar verið stundaðar af
kappi undanfamar vikur, og nú er
sá tími kominn, er félögin fara að
leika æfingaleikina, en af þeim má
draga töluverðar ályktanir um,
hvers af þeim má vænta í næsta
móti. Valur og Fram hafa staðið
einkar vel að vígi við æfingar
vegna valla sinna, og hjá þeim
munu æfingar hafa verið bezt sótt-
ar, einkum hjá Val.
Fram hefur nú fengið aftur leik-
mennina, sem til Þýzkalands fóru,
án efa 1 prýðilegri æfingu, og ekki
hefur heyrzt, að um nein vanhöld
á mönnum væri þar að ræða. Þá
hefur Kristján Ólafsson snúið aft-
ur heim til föðurhúsanna eftir
skamma viðstöðu hjá Víking. Hjá
Val hefur orðið mikil aukning við
það, að f jölmargir efnilegir 2. fl.-
menn bætast í hópinn í I. aldurs-
flokki, enn fremur mun efnilegur
Akureyringur æfa með félaginu.
Sigurður Ólafsson mun nú hafa
hengt skóna upp eftir 17 ára þátt-
töku í meistaraflokksleikjum Vals
og mun ekki leika með framar, en
stjómar nú æfingum félagsins.
Víkingur varð fyrir því óláni
eftir vormótið í fyrra að missa
marga af sínum beztu mönnum
vegna veikinda og meiðsla. Helgi
IÞRÓTTIR
81