Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 36
156
SAG A
skarandi afkastamaður. Fullar þúsund tónsmíðar eftir
tæpt tuttugu ára starf, — og nærri helmingur þess
tíma barns og unglings ár! En enn þá undraverðara er
það þó, að hann virðist mestan tímann hafa verið undir
reglulegum innblásturs áhrifum. Enda eru margar sögur
til af því, hve ákaft og hamslaust hann gekk að verki,
þegar “andinn kom yfir hann,” eins og haft er eftir
Matthíasi. Sem dæmi má geta þess, að Josef Spaun, sem
var honum samtíða við söngskólann, og gaf honum .nótna-
pappír eftir þörfum, heimsótti hann einhverju sinni eftir
hádegisbilið, og var hann þá að ganga um gólf og lesa
upphátt kvæði Goethes, Álfakónginn. Eftir litla stund
settist hann niður og byrjaði að skrifa, eins hart og hönd-
in og penninn gátu orkað. Það sama kvöld kom hann
með lagið fullgjört yfir á skóla, og breytti því mjög lítið
eftir það. Aðra sögu sagði vinur hans Doppler að nafni.
Tveimur árum áður en hann dó, var hann á gangi úti
við með honum og fleiri vinum sínum, og staðnæmdust
þeir hjá ölhúsi einu. Þar lágu á borði þýðingar af kvæð-
uin eftir Shakespeare. Schubert opnaði bókina og datt
niður á vísuna úr “Cymbeline”—Hark, hark, the Lark—
('sem Matthías þýddi og prentað er í SvanhvítJ. Eftir
fáein augnablik mælti hann við félaga sína: “Mér hefir
dottið í hug svo indælt lag,—ó að eg hefði nú nótna-
pappír!” — Einn vinur hans dró i skyndi línur á bakið
á matarseðli, og innan um skvaldrið og hávaðann skrif-
aði hann hið ódauðlega lag, sem flestir víst kannast við.
Það er og nokkurn veginn víst að tvö önnur lög við Shake-
speares þýðingar voru skrifuð það sama kvöld, eftir að
hann kom heim til sín.
Enska skáldið Ben Jonson, samitíðarmaður og vinur
Shakespeares, segir, að þegar Shakespeare skrifaði leikrit