Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 113
S AGA
233
SKILNINGARVITIN.
Próf stóð yfir í barnaskóla. Ein spurninganna var við-
vikjandi skilningarvitunum fimm. Svar eins barnsins var
S. þessa leið:
“Hin fimm skilningarvit eru hnerri, snökt, grátur, geispi
og hósti. Sjötta skilningarvitið hefir að eins sumt fólk.
Pað er kallað hrotur.”
SALT OG PIPAR.
Tvær stelpur, önnur frá Akureyri en hin frá Reykjavík,
voru að tala saman um “krassandi rómana,” en Vínlend-
ingur og Vínlanda hlýddu á.
“Mér líkar að það sé pipar í því þegar þeir biðja okkar,”
sagði ungfrúin frá Akureyri.
Og eg vil hafa salt i öllum trúlofunum,” mælti ungfrúin
frá Reykjavík.
‘ Hvað meinið þið með salti og pipar : ástasögunum?”
spurði Víniendingurinn.
“Eg kalla það pipar, þegar þeir gera það standandi,”
svaraði hin norðlenzka.
“Og eg kalla það salt, þegar þeir fara á knén,” mælti sú
sunnlenzlca.
“O-svei,” gall við í þeirri vínlenzku. “Mér þykir ekkert
púður I því nema þeir kasti sér flötum, skælandi.”
BARA FÖÐURÆTTIN.
ANATOLE FRANCE sagði eitt sinn sögu af lítilli stúlku,
sem kom heim til sin af skólanum i mikilli geðshræringu.
“Hvað gengur að þér?" spurði móðirin.
“Kennarinn segir—(” stamaði barnið hálf-snöktandi.
“Mamma, er það satt? Er eg komin af apa?”
“Eg veit ekki, barnið mitt,” svaraði móðir hennar, hugs-
andi. “Eg þekki fjarska litið ættina hans föður þins.”
Lafðin: Pvi vinnurðu ekki heldur en betla?
Umrenningurinn: Eg betla til að fá mér í staupinu.
Lafðin: En því hellirðu þeim skratta ofan í þig?
Umrenningurinn: Til að koma i mig móðnum, svo eg
hafi hugrekki til að ganga i kring og betla.