Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 137
S AGA
247
nokkra þjónustukonu. En þetta sannar, herra, aS hann
hefir verið mjög fullur, en þar sem það gat ekki verið
svon'a snemma dags, þá sannar þaS, að hann hefir veriS
þreyfandi vitlaus, að tala svoa um hattinn minn og mig.”
“Hó-humm! Ef eg ekki vissi þaS af reynslunni, að
vitfirringar eru stundum ailra manna neyðarlegastir í
svörum,” hvíslaöi læknirinn aS Jóni gamla Morris, “þá
væri vitnisburöur jómfrúarinnar sönnun þess aö hann
sé meö fullu viti.” En upphátt spuröi hann ungfrú
Robinson:
“Nokkuö fleira?”
“Ja-jæja, herra minn. Hann kallaöi mig feita og
gamla þjónustukonu, sem bærist of mikiö á í klæönaði.
Og fyrir að segja þetta, er eg viss um, herra læknir, að
þú samþykkir með mér aö hann eigi skilið að fá allar
pyndingar vitlausrahælisins, og sé ekki lengur látinn ganga
laus til að skamma saklaust fólk og skemma það í orðum.”
“Hann verður að líkindum hafður í haldi, ungfrú
Robinson! Nú máttu setjast niður.”
Ungfrú Robinson gekk frá lækninum, og ýgldi sig á-
kaflega framan í Jósef um leið og hún gekk fram hjá
honum, rétt eins og hún vildi segja:
“Ef eg bara get komið þér á vitfirringahælið, fyrir að
kalla mig feita og digra, þá skal ekki standa á mér!”
Jósef Morris hló. Hann var nú farinn að ná svo
miklu jafnvægi yfir geðsmunum sínum, að hann fylgdist
vel með öllu því, sem gerðist, og þótt hann væri forviða,
þá var þó yfirheyrsla þessi ekki með öllu gamanlaus fyrir
hann. En hlátur hans undir þessum kringumstæðum, var
álitinn ný sönnun á brjálsemi hans, og meðtekinn sem
vitni á móti honum.
“Nú ert þú næstur, herra Svartur,” sagði læknirinn.