Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 70
Snorri Sturluson og Njála.
Bndurprentun bönnuð.
Mælti dólgti deilir
dáðum rakkr, sás fáði
bjartr, með beztu hjarta
benrögn váöir Högna:
Heldr kvaðst hjálmi faldinn,
hjörþilju sjá vilja
vætti draugr, en vægja,
valtre'í/justafr! deyja.*
Eftir aS eg hafði lokaö bréfinu til ritstjóra “Sögu,”
meS greininni um miseldri Njálu og Þorsteins sögu Síöu-
Hallssonar, sem þar mun birt vera, mætti eg hr. Siguröi
Sigurössyni frá Chicago, skýrum manni og lesnum, á ferð
norður með eimlest (28 okt.) Sagði hann mér frá á-
deilugrein, (sem staðið hefði í blaði nokkruý gegn grein
minni í “Sögu” 1926, II. Árg. 1. bók 18-21 bls., um höf-
und Njálu. Sagði S. S. grein þessa vera eftir Magnús
Sigurðsson frá Storð í Nýja-lslandi, náfrænda minn
(son Sigurðar á Háafelli í Hvítársíðu, sem var albróðir
beggja afa minna, Helga og Gísla). Um grein M. S.
hafði eg aldrei neitt séð eða heyrt fyrri. Skrifaði eg því
tveim mönnum, Þ. Þ. Þ. og A. B. Ó., að gera svo vel
að útvega mér hana. Greinina fékk eg svo frá Þ. Þ. Þ.
(ritstj. “Sögu”ý 3. Nóvember s. 1. og kvaðst hann mundi
taka svar mitt, þó sem styzt að mætti. Grein M. S. er i
*)Dáðum rakkur dólga (orustu) deilir (skiftir) sá er beztu
hjarta (hugprýði) fáði (fægði) váðir Högna (voðir óðinsv:
herklæði). benrögn (benregni=blóði) mælti: Kvaðst hjálmi
faldinn hjörþilju (skjaldar) vætti-draugur (vogar (lyfti)
viður) sá heldur deyja vilja, en vægja,—valtreyjustafur!
(maður). (Vísan áður röng og rangt skýrð í útgáfum
NTjálu, og því skýrð hér að nýju.)—S. D.
(Njála 78 k., forn visa (úr kvæði) um Gunnar, sem höf.
Njálu hefir aíbakað og ekki skiliö. Hér Ieiðrétt af mér).