Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 118
Sannleikssegjandinn.
Skáldsaga eftir Mrs. B- D. E. N. Southworth.
('Framhald frá 1. bók, IV. ár.—Niðurlag.)
Jósef sagói henni söguna af viðskiftavinunum. sem
spuröu hann spjörunum úr um lit-ending og vörugæöi, og
hann sagöi blátt áfram sannleikann, um að þetta efnið
upplitaðist, og hitt efnið væri ekki það, sem það væri sagt
að vera, og væri selt dýrara en það var virði. — “Þá skal
mig elcki undra þótt þú værir látinn víkja úr vistinni,”
sagði Helen og hló, “en var þáð af þessum ástæðum, sem
kærastan sagði þér upp?” “Já, fyrir þessar ástæður, og
aðrar orsakir af sama toga spunnar.” “Sökum þess þú
sagðir sannleikann?” “Já.” “En hvaða ófyrirgefanlegan
sannleika sagðirðu kærustunni?” “I fyrsta lagi, að
hún væri ekki engill, í öðru lagi, að hún væri ekki alfull-
komin kona, og það þriðja var nákvæmlega í sömu átt-
ina.” “Með öðrum orðurn: Þú hefir verið að finna að
við hana?” “Nei, eg bara svaraði því satt og rétt, sem
hún spurði mig og neyddi mig til að svara. Og þú mátt
trúa þvi, að hún hefði vel getað liðið það, sem eg sagði,
ef hún hefði ekki viljað gripa það fegins hendi til að nota
það til að segja mér upp, þegar hún vissi að eg var alls
laus maður. Hún fyrirvarð sig fyrir að segja mér upp,
bara fyrir það eitt, að eg var eignalaus, en greip sann-
sögli mína fyrir ástæður. En það er annars bezt, kæra
Helen min, að eg segi þér alt eins og gekk, og þá skil-
urðu betur hvernig í öllu liggur.” Og Jósef sagði henni
næstum orð fyrir orð, alt það, sem fór á milli hans og
Lizzy, og endaði með þessum orðum: “Þánnig komst
eg að því, hversu sjálfselsk, ó'þjál og svikul sú er í raun