Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 92
212 S A G A
minningar hafi hann skilið eftir hjá þeim, sem næst var
höggvið.
‘‘ViÖ uröum á svipstundu ekkjur fimm
meö afkvæmin .sextán á lífi,”
segir í eftirmælum, er ort voru fyrir eina ekkjuna.
Piltinum frá Neskoti fylgdi hundur til sjávar, þegar
hann hóf þessa feigðarför. Þaö var smalahundurinr
hans, eins tryggur og hundar einir geta verið. Voru þeir
sem æskuvinir, og mátti seppi aldrei af piltinum sjá.
Haföi hann oft rakið slóð hans margar mílur, þegar pilt-
urinn fór sendiferðir, en seppi lokaður inni, unz menn
héldu óhætt að hleypa honum út.
Þegar þeir settu fram bátinn og lögðu frá landi, sett-
ist seppi í fjöruna og horfði á eftir bátnum fram á vík-
ina. Hafði hann ekki hikað við að synda yfir þær ár,
sem á leið hans urðu, en þarna mun honum hafa sýnst
breitt á milli bakka. Eftir að hafa setið í fjörunni um
stund, og virt fyrir sér víkina, brá hann á hlaup vestur
möl, sem liggur á milli víkurinnar og Hófsvatns. Hefir
hann svo hlaupið inn með sjó, inn svokallaða Bakka, því
bátinn hefir hann séð meðan birtan hélzt.
Að kvöldi þessa dags, varð fjármaður frá Heiði, sem
er yzti bærinn í Sléttuhlíð, var við hund nálægt fjárhús-
um, sem standa við sjóinn fyrir neðan svonefndan Heið-
arflóa. Hélt hann að þetta væri heimilislaus flækings
rakki, en furðaði sig á, hvernig hann bar sig til. Þvt
seppi hljóp eirðarlaus eftir fjörun'ni, og sýndist helzt
hafa í hyggju, að kasta sér út í öskrandi brimið. Gó
hann átakanlega hátt og skerandi, sem líktist þó frekar
hljóðum en gelti. Reyndi maðurinn að hæna seppa að sér
og fá hann til að fylgjast með sér heim, en hann leit ekki
við manninum frekar en hann sæi hann ekki. Morgun-