Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 148
254
S A G A
ur á, að tnér einum er kunnugt um orsakirnar aö öllu
vitfirrings-hjalinu. En áður en eg segi meira, vil eg
leyfa mér að leysa vin minn.”
Og eftir að hafa útvegað iHelen Eyle sæti, tók Blewitt
upp pennahníf úr vasa sínum, opnaði hann, gekk að Jósef
og 'sneið af honum böndin og reisti hann á fætur áður en
hinir agndofa áhorfendur höfðu áttað sig á hvað hann
ætlaði að gera.
“Hvað ertu að gera?” hrópaði læknirinn.
“Hann er galinn!” kallaði Jón upp.
“Band-óður!” hljóðaði frú Molly.
“Hann gerir ilt af sér!” sagði læknirinn.
“Hann skaðar einhvern!” sagði Jón.
“Nú drekkir hann sér!” snökti frú Molly.
“Hann rotar okkur og kveikir í húsinu!” skrækti ung-
frú Robinson i miklum móði, en allir hrökluðust út í horn-
ið á herberginu, til að komast sem lengst í burtu frá hin-
um nýleysta vitfirring.
“Engin hætta á slysum. Það eina illa, sem hann er
líklegur til að gera ykkur, er að hann láti taka ykkur föst
fyrir að hafa ráðist á sig, og lögsæki ykkur fyrir óhróður
og meiðyrði! Herra Morris! Bróðursonur þinn er ekki
brjálaðri en þú eða eg.”
“Þig geri eg vita (það, herra minn! Hann er alveg
hringlandi vitlaus!”
“Það vill nú einmitt svo til að eg veit um þetta, og skal
sanna það líka. Klukkan er nú rétt tíu,” sagði Blewitt,
og leit á úrið sitt, “þess vegna eru liðnir réttir tuttugu
og fjórir timar síðan í gærkvöldi um sama leyti, er við
Jósef Morris komum> út úr kapellunni, sem séra Spurgeon
messar í, og hlýtt á hann hella sér yfir lýgina. Af því
tilefni veðjaði eg við Morris vin minn, að honum tækist