Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 151
S A G A
255
ekki að segja sannleikann einn einasta dag, jafnvel a$
svara hinum hversdagslegu spurningum, án þess aö veröa
flæmdur frá föðurbróöur sínum, rekinn af vinnuveitend-
unum og sagt upp af kærustunni. Og meira að segja: að
hann gæti ekki sagt satt í viku, án þess aö verða settur á
vitfirringahæli. Jósef Morris! Fer eg ekki rétt með ?”
“Jú, algerlega,” isvaraði Jósef.
Tilraunin hefir heppnast langt fram yfir þaö, sem eg
gerði mér vonir um, því nú hefir vinur minn sagt satt við
einföldustu og hversdagslegustu spurningum að eins í
fimtán stundir, og það versta, sem eg gat gizkað á, hefir
skeð.. Jósef M'orris! Taktu nú viö og svaraðu fyrir
sjálfan þig.”
“Já,” svaraði Jósef, “í svörum mínum við hinum al-
gengustu og einföldustu spurningum, hefi eg sagt sann-
Ieikann að eins siðan klukikan var sex í morun, og hefi
oröið fyrir ægilegu tapi og smánarlegri niðurlægingu.
Frændi minn,” sagöi hann og sneri sér að Jóni garnla, “ef
þú vilt renna gaumgæfum hugaraugum yfir það, sem fram
fór i morgun, þá muntu sjá að það lítur töluvert öðru
vísi út, en ótti þinn og frænku minnar hefir uppmálað
og útskýrt. Það versta, sem eg sagði var það, að eg
myndi ekki verða óhuggandi, eða springa af harmi ef þið
dæjuð bæði—”
“Já, Jósef, en eg hélt að þú meintir miklu meira og
verra með því í raun og veru.”
“Það er sökum þess, að þú ert ekki vanur að heyra
hinn einfalda sannleika.”
Nú-jæja, jæja, drengur minn. Eg skil það alt núna,
og er viss um að þú fyrirgefur mér.”
“Nei, segðu að þú fyrirgefir mér, frændi. Það er alt
sem eg bið um.”