Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 115
S A GA
235
MARGARET ILLINGTON OG MARK TWAIN.
Marguret Illington á margt markvert i eigu sinni: hnapp
úr búningi Janausschek, hálsfesti, sem Rachel átti, og bún-
ing frá Shakespeares dögum, sem Mme. Majeska ánafnaði
honni. En dýrmætasta eignin, eru nokkur bréf frá Mark
Iwain, þar á meðal það fyrsta, sem hann skrifaði henni,
og það seinasta, sem hún fékk viku fyrir dauða hans.
pað er sögð einkennileg saga, í sambandi við fyrsta
bi-éfið. Mark Twain var að tala í hófi miklu og var Miss
Illíngton ein þeirra, sem slógu hring um hann og hlustuðu
á hann segja gamansögur sínar. Ræðumaðurinn leit yfir
öxl sér og mætti eldfjörugum, brúnum augum, sem skinu
til hans frá rjóðu og lífsglöðu andliti. Kýmisagnahöfundur-
inn rétti út hönd sína og náði I hönd ungu stúlkunnar, sem
hann hélt þétt á meðan hann talaði. Regar hann hætti
sagði hann við hana: “Hver ert þú nú, stúlka mín litla?”
Hún sagði honum það. “Og þú ert ekki gift?” “Ó-jú, Mr.
Clemena.” “Mér er ómögulegt að trúa því.” “En eg er
það nú samt.” “Ja, þá verð eg að trúa þér,” mælti hann
með uppgerðar kæruleysi og sló öllu I spaug. Daginn eftir
fékk Miss Illington þetta fyrstp. bréf frá honum:
“Kæra.—pegar eg sá þig, hélt eg að þú værir litla stúlk-
an hans pabba þlns. Mér sýndist þú vera svo mikið barn.
En þar sem þú ert nú kona mannsins þins, þá er skylda
mín að iðrast og biðja fyrirgefningar á ástleitni minni.
Teldu mig samt ætlð vin þinn, Samuel Clemens.”
Viku áður hann dó, fékk Miss Illington seinasta bréfið
frá hinum heimsfræga höfundi:
“Kæra Margaret.—Mig gleður að vita hve ánægð þú ert.
pú átt Það skilið. pú verður æfinlega hamingjusöm.
Hvað mér vlkur vlð, þá er eg hræðilega einmana—eins
einmana og guð. Eg lifi nú hörmulegustu stundir æfinn-
ar. Lifið hefir verið mér svik.”
MEIRI VÉLIN.
“Hefirðu heyrt um vélina, sem ujjpgötvar þegar maður
segir ósatt,” spurði maður nokkur kunningja sinn.
“Já, auðvitað! “svaraði hinn.
“pú hefir þó ekki séð neina?” spurði sá fyrri.
“Séð neina! Maður lifandi! Eg kvæntist einni.”