Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 2
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR Flugstjóri – ekki ýtustjóri Fjölmiðlar víða um land birtu nýverið tekjulista frá skattstjórum. Athygli vakti austur á fjörðum að Benedikt Ólason ýtustjóri var sagður vera með 1,4 milljónir króna á mánuði, þegar Austurfrétt birti teljulista fyrir Fljótsdalshérað. Það var hins vegar ekki alveg sannleikanum sam- kvæmt og hefur nú verið leiðrétt. Það var nefnilega nafni hans, Benedikt Lárus Ólason flugstjóri, sem var með þessar mánaðartekjur. Þeir á Austurfrétt taka þó létt á málinu og benda á það, sem kannski kemur ekki á óvart, að nokkur munur virðist vera á mönnum í grjótinu eða há- loftunum. Hámarkshitinn í júlí 8,8 stig Júlí var kaldur víða um land en hroll setur nánast mönnum við lestur hitatalna á Ströndum í þessum helsta sumarmánuði. Á vef Bæjarins besta á Ísafirði segir að mjög kaldar hafáttir hafi verið ríkjandi á Ströndum allan júlímánuð. Í veðuryfir- liti Jóns G. Guðjónssonar, veðurathug- unarmanns í Litlu-Ávík, kemur fram að hámarkshiti í júlí var 8,8 stig. Í fyrra var hámarkshitinn 19 stig. Úrkoma í júlí var 70 mm, samanborið við 124,6 mm í fyrra. Sláttur í Árneshreppi hófst ekki fyrr en seint í júlí en í fyrra voru bændur að mestu búnir með slátt á þeim tíma. Kaldast á byggðu bóli í júlí var hins vegar í Möðrudal á Fjöllum, þar sem meðalhitinn var 5,9 stig. Tveggja milljarða hvalaafurðir Farmur flutningaskipsins Winter Bay, sem nú siglir svokallaða norðausturleið um Íshafið norðan Rússland með farm af hvalkjöti og hvalspiki úr Hvalstöðinni í Hvalfirði, er um tveggja milljarða íslenskra króna virði. Það staðfestir Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., í viðtali við norska sjávarútvegsblaðið FiskeribladetFiskaren, sem Skessuhorn vitnar í. Afurðirnar eru afrakstur hvalvertíðar síðasta sumars í Hvalfirði. Fleiri segjast ferðast utanlands í sumarfríinu í ár en í fyrra, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41,6% ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu og 10,3% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Til saman- burðar sögðust 38,2% ætla að ferðast utanlands árið 2013 og 7,2% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands sama ár. MMR spurði einnig um ferðalög innanlands og segjast nú færri ætla að ferðast hér á landi en í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 73,8% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, þar af sögðust 42,4% aðeins ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu. Til samanburðar sögðust 83,1% ætla að ferðast innanlands árið 2014 og 52,1% sögðust eingöngu ætla að ferðast innanlands sama ár. Fleiri sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu en í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 16% ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu, borið saman við 9,7% í fyrra. Fleiri hyggja á utanlandsferðir en í fyrra  DýravernD Hnúfubakur flæktur í veiðarfæri á faxaflóa Smíða sérstakan búnað til að bjarga hnúfubaki í háska Rúm vika er síðan hvalaskoðunarbátar urðu varir við hnúfubak sem er flæktur í veiðarfærum á Faxaflóa. Icewhale, samtök hvalaskoðunarfyrirtækja, fór á þriðjudag fyrir leiðangri þar sem reynt var að losa hnúfubakinn úr veiðarfærunum. Ekki náðist þó að losa hann að fullu og stefnt er á frekar björgunaraðgerðir um helgina þar sem notast verður við sérsmíðaðan björgunarbúnað. v el er fylgst með hnúfu-baki á Faxaflóa en hvalur-inn er flæktur í veiðarfæri sem hafa sært hann. Fyrst sást til hnúfubaksins 31. júlí, en veðurskil- yrði til björgunaraðgerða voru ekki hagstæð fyrr en síðastliðinn þriðju- dag. „Þetta var mögnuð upplifun,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunar- samtökum Íslands – Icewhale, sem var með í för í leiðangrinum. „Það kom okkur hins vegar mest á óvart hversu hress hnúfubakurinn var, ef svo má segja. Hann var heldur skelkaður þegar við komum að hon- um en róaðist svo að aðgerðunum loknum. Það var því mikill léttir fyr- ir okkur að sjá að hann virðist pluma sig ágætlega miðað við aðstæður. En það er ljótt að sjá sárið sem hefur myndast í sporðinum.“ Icewhale naut aðstoðar frá Land- helgisgæslunni við aðgerðirnar. „Hvalaskoðunarfyrirtækin í Reykja- vík leituðu eftir aðstoð okkar við að skera veiðarfærin af hvalnum,“ segir Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Þrír harð- botna vélbátar voru notaðir við leiðangurinn, þar af tveir frá hvala- skoðunarfyrirtækjunum Special To- urs og Whale Safari. Landhelgis- gæslan sendi Óðin, nýjan 10 metra strandgæslubát á vettvang, en bát- urinn var formlega tekinn í notkun þennan dag. „Við náðum að skera veiðarfærin úr sporðinum á honum, en það er eitthvað í munnvikinu á honum, skilst mér, og það gæti orð- ið erfitt að eiga við það.“ Björgun- araðgerðirnar heppnuðust því ekki sem skyldi. Hvalabjörgun ekki á ábyrgð Landhelgisgæslunnar Auðunn segir að verkefni af þessu tagi sé í raun ekki á ábyrgð Land- helgisgæslunnar. „En við aðstoðum að sjálfsögðu eins og við getum um helgina ef við erum beðnir um það. Við viljum auðvitað ekki að dýrið þjáist. Veðurspá fyrir helgina er hins vegar ekki eins og best er á kosið.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Landhelgisgæslan tekur þátt í að bjarga hval úr hremmingum. „Í fyrra skárum við hval úr veiðar- færum í Húnaflóa,“ segir Auðunn. Leita ráða hjá erlendum sér- fræðingum María segir að stefnt sé á frekari björgunaraðgerðir um helgina. „Undirbúningurinn heldur áfram þar sem ekki viðrar nógu vel til beinna aðgerða. Við höfum skipu- lagt símafund með með Brian Sharp, sérfræðingi hjá Alþjóðadýravelferð- arsjóðnum, og höfum þegar verið í sambandi við sérfræðinga innan Alþjóðahvalveiðiráðiðsins, auk inn- lendra aðila sem koma að málinu.“ Erfitt er að komast að hnúfubaknum og vonast María eftir aðstoð frá við- bragðsteymi erlendis. „Við fáum von- andi ráðgjöf frá þeim hvernig hægt er að smíða búnað sem gæti nýst við björgunina. Þetta þarf ekki endi- lega að vera dýr búnaður en hann þarf að virka þannig að dýrið hljóti sem minnstan skaða af. Einn af aðal- skipstjórunum hjá hvalaskoðunar- fyrirtækinu Eldingu hefur verið í sambandi við erlenda aðila varðandi leiðbeiningar um hvernig hægt sé að smíða slíkan búnað.“ Meðan á undirbúningnum stend- ur er vel fylgst vel hnúfubaknum. „Hvalaskoðunarskipin, sem eru í sínum daglegu ferðum, fylgjast með hnúfubaknum og ástandi hans á meðan björgunaraðgerðirnar eru undirbúnar. Þegar björgunarbún- aðurinn er klár og veðurskilyrði orðin hagstæð munum við svo láta Landhelgisgæsluna vita áður en við förum af stað aftur,“ segir María. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Hnúfubakur hefur verið flæktur í veiðarfærum á Faxaflóa í rúmlega viku. Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa staðið að einum björgunarleiðangri sem ekki tókst sem skyldi og því er stefnt á annan um helgina þar sem notast verður við sérsmíðaðan björgunar- búnað. Mynd/María Björk María Björk Gunnarsdóttir, verkefna- stjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands.  frístunDabyggð Helmingur allra sumarHúsa á suðurlanDi Sumarhús á landinu hálft þrettánda þúsund a lls voru skráð 12.574 sumar-hús á landinu öllu í árslok 2013, samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins. Þar af voru 6.446 á Suðurlandi eða 51%, lang- f lest í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, 2.642 eða 21% af heildar- fjölda, að því er fram kemur á síðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Skráðum sumarhúsum á landinu fjölgaði um 5.057 frá árinu 1997 til ársloka 2013, eða sem nemur 67%. Á Suðurlandi fjölgaði skráðum sumar- húsum um 2.483 á tímabilinu. Fjölg- unin er mjög misjöfn milli ára en stöðugust á árabilinu 2005 til 2008, 411-519 sumarhús á ári, 4.1%- 4.8%. Af fimm töluhæstu sveitarfélög- unum, í lok árs 2013, eru tvö á Suðurlandi, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, 2.642 sumarhús, eins og fyrr greinir, og Bláskóga- byggð með 1.881 sumarhús. Næst þeim kemur Borgarbyggð með 1.303 sumarhús og þar á eftir eru Kjósarhreppur með 544 sumarhús og Skorradalshreppur, en þar eru sumarhúsin 527. Í öllum öðrum sveitarfélögum landsins eru skráð 5.677 sumarhús. Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á Suðurlandi og á landinu öllu með fjölda skráðra sumarhúsa. Saman eru þessi tvö sveitarfélög með 70% af öllum sumarhúsum á Suðurlandi og 36% á landsvísu. Næst þeim á Suðurlandi koma Rangárþingin tvö með samtals 819 sumarhús og Hrunamannahreppur, en þar er 331 sumarhús að finna. Skipting þessara 12.574 sumar- húsa eftir landshlutum er þessi: Suðurland 6.446, Vesturland 2.605, höfuðborgarsvæðið 1.123, Norður- land eystra 948, Vestfirðir 597, Norðurland vestra 425, Austurland 359 og Reykjanes 71. -jh Skráðum sumarhúsum á Íslandi fjölgaði um 67% frá 1997 til 2013. Ríflega helmingur sumarhúsa er á Suðurlandi. Ljósmynd/Nor- dicPhotos/Getty 2 fréttir Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.