Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 62
 Thor hafði yndi af að teikna úti í náttúrunni og sá í formum landsins fólk, dýr og kynjaverur. Ljósmynd/Jim Smart  Myndlist sýning í safnasafninu á svalbarðsströnd Málarinn Thor Vilhjálmsson Nú stendur yfir sýningum og málverkum Thors Vilhjálms- sonar í Safnasafninu á Sval- barðsströnd. Á morgun, laugar- dag, verður dagskrá um Thor, en hann hefði orðið 90 ára á árinu. Þeir sem koma fram eru Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Arna Valsdóttir myndlistarmaður og söngkona, Þorsteinn frá Hamri ljóðskáld og Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari. Umsjón hefur Harpa Björnsdóttir. Thor Vilhjálmsson er löngu þjóðþekktur af ritstörfum sínum en færri vita að hann hefur einnig gert fjölbreytt myndverk. Thor hafði yndi af að teikna úti í náttúrunni og sá í formum landsins fólk, dýr og kynjaverur. Kallast mynd- verk Thors á við kjarnyrtar náttúrulýsingar í skáldverkum hans, þar sem hann kallar fram með orðum þær náttúrumyndir sem hann í myndverkum sínum dregur upp með penna, krít eða lit. Þegar litið er yfir afrakstur áranna í einni samstæðri heild verður ljóst að hin teiknuðu tilbrigði við náttúrustefið eru af sama toga og kliðmjúkur texti sem getur látið grámosa glóa og hrjóstrugt land kveikja til lífs löngu liðna atburði og fólk. Allar nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á heimasíðu Safnasafnsins, www. safnasafnid.is. -hf  tónlistarhátíð ExtrEME Chill fEstival haldin uM hElgina Nördahátíð undir jökli Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin nú um helgina, 7. - 9. ágúst, á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við ótrúlegar undirtektir. Pan Thorarensen, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að hún sé heimilisleg og smá nördaleg. v ið byrjuðum með þessa hátíð árið 2010 og hugmyndin spratt út frá útgáfutónleikum sem Stereo Hypnosis, sem ég er meðlimur í, hélt árið 2009,“ segir Pan Thorarensen. „Við héldum þá í félagsheimilinu á Hellissandi, sem gekk svo vel að við ákváðum að halda hátíð ári seinna. Þetta er búið að vera mikið ævin- týri og verður flottara með hverju árinu hjá okkur, segir hann. Við leggjum mikið upp úr góðu hljóði og mynd- gæðum því þetta er líka vídeólistahátíð.“ Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistar- menn á borð við: Biosp- here, Hilmar Örn Hilmars- son, Steindór Andersen, Jafet Melge, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj Flugvél og Geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson og fleiri munu koma fram á hátíðinni. „Við höfum bara haft 400 miða til sölu og við viljum bara halda því,“ segir Pan. „Það kom einu sinni upp sú pæling að stækka þetta eitt árið, en svo vorum við á því að það mundi skemma sjarmann Pan Thorarensen mun koma fram ásamt Stereo Hypnosis á laugardaginn. sem var búinn að myndast hjá okkur. Það er flott að hafa þessa hátíð í þessum anda. Erlendum blaðamönnum og tónlistarfólki finnst þetta vera svo skemmtilegt, hafa þetta lítið og heimilislegt, segir Pan. Þetta er líka nördahátíð. Það er mikið verið að ræða græjur og hljóðver sem gerir þetta líka mjög skemmtilegt. Miðasalan gengur vel og stefnir í að það verði uppselt hjá okkur.“ Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www. extremechillfestival.com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Dj Flugvél og Geimskip er ein þeirra sem troða upp á hátíðinni um helgina. 62 menning Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.