Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 6
ÚTSALA REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 20-50%AFSLÁTTUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR LÝKUR Á LAUGARDAG! Gafl ekki innifalinn í verði 40% AFSLÁTTUR AF 160X200 CM HEILSURÚM REYNIR heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. Fullt verð: 169.900 ÚTSÖLUVERÐ AÐEINS kr. 99.900 Það er ekkert sem bann- ar fólki að vera með hundinn hægra megin. Óðinn eykur meðal annars möguleika Landhelgisgæslunnar til öryggis- og löggæslu á grunnslóð. Mynd Landhelgisgæslan  LandheLgi Óðinn hannaður eftir þörfum LandheLgisgæsLunnar Byltingarkenndur strandgæslubátur Rafnar ehf. afhenti Landhelgis- gæslunni á þriðjudaginn 10 metra strandgæslubát en um er að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar, byltingar- kennda bátasmíði sem byggir á nýrri hönnun á þessari tegund báta. Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Óðinn, hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna og eykur mögu- leika hennar á að sinna fjölbreyttum verkefnum sínum, segir enn fremur. „Þróun á báti sem þessum hefur staðið yfir í samvinnu við Landhelg- isgæsluna síðan árið 2011, en bátur- inn er sérsmíðaður og sérstaklega hannaður eftir þörfum Gæslunnar. Þetta er byltingarkennd bátasmíði sem markar tímamót á þessu sviði,“ segir Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Rafnar ehf. „Óðinn hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna sem getur nú sinnt fjölmörgum verkefnum og staðbundnu eftirliti á hagkvæmari og fljótlegri hátt en á stærri skip- um. Báturinn eykur meðal annars stórlega möguleika Landhelgis- gæslunnar til öryggis- og löggæslu á grunnslóð. Þá eru kostir bátsins miklir þegar kemur að æfingum með þyrluáhöfnum Landhelgis- gæslunnar sem og varðskipum og öðrum björgunareiningum í land- inu. Báturinn mun einnig nýtast sem aðgerðarbátur sprengju- og séraðgerðasveitar Landhelgis - gæslunnar sem og í margvísleg löggæslu- og eftirlitsverkefni og önnur sérverkefni,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar. Frumútgáfur bátsins hafa verið í prófunum síðustu 3 sumur við eftir- litsferðir á grunnslóð og við erfið- ustu aðstæður. Landhelgisgæslan lítur á afhendingu Óðins sem fyrsta skrefið í að koma sér upp nokkrum 10-15 metra eftirlits- og björgunar- bátum til að sinna verkefnum á grunnslóð. þ að getur skapað árekstra á stígum milli hjólafólks og fólks á gangi með hunda þar sem hundarnir eru iðulega vinstra megin,“ segir Morten Lange, fyrr- verandi formaður Landssambands hjólreiða- manna og varamaður í stjórn félagsins. „Sér- staklega eru það útdraganlegir taumar sem sjást varla, svokallaðir Flexi-taumar, sem bjóða hættunni heim þegar kemur að slysum og við höfum heyrt af slíkum dæmum,“ segir hann en Flexi-taumarnir eru allt að 8 metra langir og sjást illa vegna þess hversu þunnir þeir eru. Rúna Helgadóttir, starfsmaður á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), segist ekki hafa heyrt af eiginlegum árekstrum hjólreiðafólks og hundafólks. Á hlýðninám- skeiðum fyrir hunda er kennd sú almenna regla að hafa hundinn alltaf í taumi vinstra megin við sig og töluvert algengt er að fara á slík námskeið, bæði til að læra betur að aga hundinn en einnig fær fólk afslátt af ár- legum hundaleyfisgjöldum hafi það farið á námskeið með hundinn sinn. „Ástæðan fyrir því að fólki er kennt að hafa hundinn vinstra megin á rætur sínar að rekja til þess að rekja að hermenn höfðu hundana alltaf vinstra megin til að hafa hægri hendina lausa fyrir sverð eða önnur vopn. Í dag er það þannig að ef fólk ætlar að sýna hundinn sinn á hundasýningu þarf að vera með hann vinstra megin við sig. Þannig er það um allan heim. Þess vegna verður fólk að ganga með þá réttu megin við sig dags daglega því það gengur ekki að skipta um hlið bara á sýningum. Hundarnir ættu ekki auðvelt með það,“ segir hún en tekur þó fram að það sé ekkert sem bannar fólki að vera með hundinn hægra megin við sig dagsdaglega. „Fólk ræður þessu auðvitað sjálft,“ segir Rúna. Samkvæmt umferðarsáttmála sem lög- reglan hefur tekið saman fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur er það meginreglan að halda sig hægra megin. Þegar hundaeigandi gengur hægra megin með hundinn vinstra megin við sig er hann því á miðjum göngustígnum en hundar eru almenn hrifnari af því að fá að þefa í grasinu utan við stígana á meðan þeir ganga og fer taumurinn því gjarnan yfir göngu- og hjólaleið þeirra sem á móti koma. Morten segist í raun ekki hafa neina lausn á þessu nema þá að beina því til hundaþjálfara að upplýsa fólk um að ekki þurfi að vera með hundana vinstra megin nema um sýningar- hunda sé að ræða. „Það er líka verið að fjölga sérstökum hjólreiðastígum þannig að þeir séu til hliðar við göngustíga, í stað þess að hjólandi og gangandi vegfarendur deili stíg,“ segir hann og bendir á að hjólafólk kjósi oft að hjóla frekar á götunni þó sameiginlegur stígur sé til staðar, einmitt út af mögulegum árekstrum við gangandi vegfarendur og fólk með hunda. „Þetta eru þá yfirleitt hjólreiða- menn sem fara frekar hratt,“ segir hann. Bæði Morten og Rúna leggja bæði áherslu á að stígarnir séu fyrir alla og mikilvægt að fólk sameinist um að sýna hvert öðru tillits- semi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  samgöngur samvistir hjÓLa- og hundafÓLks ganga misveL Flexi-hundataumar skapa slysahættu fyrir hjólreiðafólk Í hundaskólum er fólki kennt að ganga alltaf með hundinn vinstra megin við sig. Útdraganlegir taumar sem sjást illa úr fjarlægð, svokallaðir Flexi-taumar, geta skapað slysahættu fyrir hjólreiðafólk á stígum. Þetta segir fyrrverandi formaður Landssambands hjólreiðamanna. Fulltrúi HRFÍ segir fólki kennt að hafa hundinn vinstra megin því þannig þurfi að sýna hann á hundasýningum en hefðina má rekja til þess að hermenn höfðu hundinn vinstra megin og vopnin í hægri hendi. Hundaeigendum er kennt að hafa hundinn alltaf vinstra megin við sig og getur það skapað óþægindi, jafnvel slysahættu, á sam- eiginlegum stígum gangandi fólks og hjólreiðamanna. Ljósmynd/Hari Flexi-taumar eru útdraganlegir, geta verið allt að 8 metra langir, og er erfitt að sjá úr fjarlægð. 6 fréttir Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.