Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 66
 TónlisT sérhannaðir búningar hjá hljómsveiTinni mannakjöT Karlmennskan nýtur sín í pallíettunum Hljómsveitin Mannakjöt, sem stofnuð var á dögunum, ætlar sér stóra hluti. Fyrir rúmri viku kom út fyrsta lag sveitarinnar, Þrumuský, sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans undan- farna daga og um helgina mun sveitin koma fram í fyrsta sinn, á stórtónleikum Hinsegin daga við Arnarhól. Meðlimir Mannakjöts, sem koma úr hljómsveitunum HAM, Botnleðju, Dr. Spock og Skálmöld, fara alla leið í þessu og munu klæðast búningum sem hannaðir eru af vöruhönnuð- inum Sunnu Ásgeirsdóttur, sem segir verkefnið krefjandi en skemmtilegt. s unna Ásgeirsdóttir vöruhönnuður var fengin til þess að hanna bún-inga fyrir hljómsveitina Manna- kjöt sem þreytir frumraun sína á sviði um helgina, á tónleikum Hinsegin daga við Arnarhól. Hún segir fyrirvarann hafa verið stuttan en einnig segir hún verkefnið mjög skemmtilegt. „Þetta er verkefni sem er hægt að fara með í ótrú- lega margar áttir,“ segir Sunna. „Ég sæki innblásturinn aðallega í Ziggy Stardust, Steven Tyler og Mick Jagger, eins og þeir klæddu sig á áttunda áratugnum. Þetta eru mjög feminísk föt og ég var einmitt að horfa á fatabunkann sem er hérna hjá mér og átta mig á því að þetta eru allt kvenmannsföt,“ segir hún. „Svo breytast þau þegar þessi karl- menni eru komin í fötin, þá finnst manni ekkert kvenlegt við þau.“ Meðlimir Mannakjöts eru margir hverjir langt frá því að vera kvenlegir og t.d. eru þeir Bibbi úr Skálmöld og Heiðar úr Botnleðju mikil karlmenni. Sunna segir þá samt bera þennan klæðnað mjög vel. „Þeir halda allir sinni karl- mennsku þrátt fyrir þessa búninga. Þeir komast upp með allskonar pallí- ettur og annað,“ segir hún. „Það eru engir tveir búningar eins og ég var með ákveðið þema í gangi. Mikið um svart, gull, glimmer og hlébarðamunstur. Ég hannaði hvern búning með hvern með- lim í huga, þó gætu þeir alveg skipt um búninga án þess að það kæmi niður á heildarmyndinni. Svo þarf maður að hugsa þetta út frá því hvernig þetta lítur út á sviði og sjónvarpi,“ segir Sunna, en sveitin er á leiðinni í myndbandsupp- tökur. „Þetta mun svo eitthvað þróast og þetta verða nú örugglega ekki einu búningarnir sem verða hannaðir. Þetta er áhugavert konsept og mesta vandamálið er að finna skó,“ segir Sunna. „Skór sem henta þess- um búningum koma ekki oft í stærð 46 til Íslands, en við erum að vinna í því.“ Einn meðlimur Mannakjöts, Óttarr Proppé, er vanur því að koma fram í skrautlegum klæðnaði og hann á mikið safn af búning- um sem Sunna segir að nýtist vel. „Hann er að vísu erlendis þangað til á laugardag svo ég hef ekki enn komist í kistuna hans, en mun gera það strax eftir helgi, held ég,“ segir Sunna Ásgeirsdóttir vöruhönnuður. Mannakjöt kemur fram á stórtónleikum Hinsegin daga á Arnarhóli á laugardag. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Meðlimir Mannakjöts í mátun hjá Sunnu í vikunni. Heiðar Örn Kristjánsson og Guðni Finnsson munu klæðast fötum sem eru innblásin af Steven Tyler og Mick Jagger á áttunda áratugnum. „Ég sæki inn- blásturinn aðallega í Ziggy Stardust, Steven Tyler og Mick Jagger, eins og þeir klæddu sig á áttunda áratugnum“ segir Sunna Ásgeirsdóttir. Sænsku leikkonurnar í myndbandinu.  TónlisT nýTT myndband Of mOnsTers and men Leikstjóri Jessie J og Florence and the Machine leikstýrir OMAM Hljómsveitin Of Monsters And Men frumsýndi í gær, fimmtudag, nýtt myndaband við lagið Empire. Myndbandið var eingöngu sýnt á Íslandi áður en heimsbyggðin fær að sjá dýrðina. Myndabandinu er leikstýrt af ensku kvikmynda- gerðarkonunni og plötusnúðnum Tabithu Denholm sem gert hefur myndbönd fyrir Florence + the Machine, Haim og Jessie J sem er á leiðinni til landsins. Einnig hefur hún unnið fyrir tískurisann Louis Vuitton. Myndbandið er tekið upp í Los Angeles og eru aðalhlutverkin í höndum tveggja sænskra kvenna, ungs módels sem heitir Erika Lin- der og eldri konu sem heitir Ing- mary Lami, sem var vinsælt módel á sjöunda áratugnum. Hugmyndin að myndbandinu er innblásin af kvikmyndinni Henry & Maude sem kom út árið 1971, sem fjallaði um samband ungs manns og eldri konu. Denholm langaði að fanga þetta augnablik en ákvað að hafa tvær konur í aðalhlutverkunum. Áður hafði OMAM frumsýnt svokölluð textamyndbönd við sex laganna á nýjustu plötu sinni, sem og leikið myndband við lagið Crystals. OMAM er nú á tónleika- ferðalagi en heldur tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu 19. og 20.ágúst. -hf Styttist í Kings of Leon Tónleikar bandarísku rokksveitarinnar Kings of Leon verða í nýju Laugardals- höllinni á fimmtudagskvöldið næsta, 13. ágúst. Undirbúningur fyrir tónleikana stendur nú yfir og í vikunni komu þrír trukkar með Norrænu til landsins með græjur hljómsveitarinnar. Þar sem ekki verður byrjað að setja upp í Höllinni fyrr en á mánudag munu bílstjórar trukkanna keyra í rólegheitum til borgarinnar og sofa í bílum sínum á leiðinni. Erlent starfs- fólk við tónleikana kemur til landsins á sunnudag en ekki er búist við því að tónlistarmenn- irnir sjálfir komi fyrr en skömmu fyrir tónleikana. Þeir koma frá heimabænum Nashville en daginn eftir tónleikana fljúga þeir til Búdapest. Fleiri litabækur væntanlegar Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að vinsælustu bækur sumarsins eru ekki hinar hefðbundnu glæpasögur eða kortabækur heldur hafa litabækur fyrir fullorðna selst í bílförmum. Þetta er fjarri því einsdæmi því á met- sölulistum Amazon má finna fjölda lita- bóka í efstu sætum. Að sögn Egils Arnar Jóhannssonar hjá Forlaginu er von á fleiri litabókum á markaðinn, bæði þýddum sem og með íslenskum myndum til þess að lita. Popparar og grínarar starfa fyrir RIFF Undirbúningur RIFF-hátíðarinnar er að komast í hámæli og margt spennandi í pípunum svo sem tónleikar og sundbíó auk úrvals kvikmynda alls staðar að úr heiminum sem sumar hverjar verða Norðurlanda- og eða Evrópu- frumsýndar á Íslandi. Um 1000 kvikmyndaleikstjórar allsstaðar að óskuðu eftir að fá myndir sínar sýndar á RIFF sem er met- fjöldi og nú er verið að fara yfir umsóknir. Dagskráin verður kynnt með pompi og pragt í byrjun septem- ber. Hátíðin verður haldin í 12. sinn dagana 24. september til 4. október. Starfsfólk hátíðarinnar samanstendur m.a. af poppurum og grínistum, eins og oft áður en Dr. Gunni poppari og Jóhann Alfreð hraðfréttamaður sjá um kynningarmálin, Otto Tynes um Bransadagana sem haldnir verða í fjórða sinn og Atli Bollason, fyrrum Sprengjuhallarmeðlimur, er ritstjóri dagskrárrits og bæklings. Jón Ásgeir á Þjóðhátíð Margt var um manninn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, venju samkvæmt. Flestir gestanna voru af yngri kynslóðinni en inni á milli leyndist gleðifólk á öllum aldri. Meðal gesta á hátíðinni í ár voru hjónakornin Jón Ásgeir Jó- hannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sem oftast eru kennd við fjölmiðlafyrirtækið 365. Þau sáust meðal annars í fylgd Magnúsar Krist- inssonar, útgerðarmanns í Eyjum og fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs í Glitni. 66 dægurmál Helgin 7.-9. ágúst 2015 Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.