Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 20
Það þarf veiðiheppni í sveppatínslu
Bjarni Diðrik Sigurðsson skógvistarfræðingur segir
sveppi vera mikla náttúrugjöf sem við mættum
vera duglegri við að nýta. Á miðöldum fengu
sveppir á sig nornastimpil sem varð til þess að
margar þjóðir hættu að tína þá. Íslendingar eiga
sér ekki mikla sveppamenningu en með auknum
áhuga á sjálfbærri nýtingu eru sífellt fleiri farnir
að prófa sig áfram í tínslu og matreiðslu þessa
næringaríka fæðis sem vex hér allt árið um kring.
Þ að er gríðarleg aukning með-al Íslendinga í sveppatínslu og reyndar bara almennt á
sjálfbærri nýtingu náttúrunnar,“
segir skógvistfræðingurinn Bjarni
Sigurðsson, en hann hefur haldið
námskeið í sveppatínslu hjá Endur-
menntunardeild Landbúnaðarhá-
skólans til fjölda ára og gaf út hand-
bók um sveppatínslu í vikunni. „Oft
hefur verið talað um að hrunið hafi
hrundið þessari bylgju af stað, ég
veit ekki hvort það er rétt en víst
er að fólk hefur mikinn áhuga. Svo
kemur líka heilmikil sveppanytja-
menning hingað með okkar ný-
búum, eins og fólki frá Eystrasalts-
löndunum, Póllandi eða Suð-austur
Asíu, sem standa okkur mun framar
í þessum málum.“
Nornastimpill á sveppum
Bjarni segir margar Evrópuþjóðir,
og líklega Ísland þar með talið, hafa
hætt að borða sveppi á miðöldum
vegna tengingu þeirra við nornir.
„Þessi nytjamenning að tína
sveppi hefur verið við lýði frá örófi
alda en á miðöldum hættu sumar
þjóðir að nýta þá. Menningin hélst
í þeim löndum sem héldu kaþólsk-
unni og í löndum þar sem rétt-
trúnaðarkirkjan var við völd en þau
lönd sem tóku upp mótmælendatrú
hættu hreinlega að tína sveppi. Og
líklega er það vegna þess að þeir
fengu á sig nornastimpil. Það hefur
verið lítið skrifað um þetta á Íslandi
og ekkert fyrr en löngu eftir siða-
skipti en það er margt sem bendir
til að þetta hafi verið svipað hér og
á meginlandinu.“
„Í löndum þar sem þekking á
sveppum hefur glatast er erfitt að
fá fólk aftur af stað í sveppatínslu.
Í dag hugsum við um Norðurlönd-
in sem mikil sveppatínslulönd en
þau fóru í raun ekki að nýta svepp-
ina aftur fyrr en seint á 18. öld. Þá
kviknaði áhuginn aftur og sú mikla
sveppamenning sem er til staðar í
Svíþjóð og Noregi í dag er ekki eldri
en það.“
Vítamín- og steinefnarík fæða
Margir telja sveppi vera algjörlega
næringarsnauða en Bjarni segir það
vera mikinn misskilning. „Sveppir
eru mjög hollir og hið besta fæðu-
bótarefni. Þær 80 tegundir af mat-
sveppum sem eru í bókinni eru mis-
jafnar en kóngsveppurinn er til að
mynda próteinríkari en flest græn-
meti sem við ræktum hér. Það er
ekki mikil fita í sveppum og lítið af
kolhýdrötum en þeir eru vítamín-
ríkir og það er mikið af steinefnum
í þeim. Svo mynda þeir líka mjúkar
trefjar sem eru mjög góðar fyrir
meltinguna.“
Tímabilið er að hefjast
„Sveppatínsla er mjög skemmtileg
leið til að njóta náttúrunnar. Hún er
spennandi og öðruvísi en að fara í
berjamó því flestar sveppategundir
skjóta upp höttunum 1-4 sinnum
að hausti sem þýðir að menn þurfa
veiðiheppni. Flestar matsveppateg-
undir eru í skógum en þó er hægt að
finna þá frá fjöru til fjalla og sumar
tegundir vaxa hér allt árið,“ segir
Bjarni sem hvetur fólk til að fara
út og tína, tímabilið sé við það að
hefjast. „Ég er nú þegar byrjaður að
tína og fékk eina góða körfu af mó-
kempu við Reynisvatn í í vikunni.
Þetta er allt að koma þrátt fyrir
mjög kalt vor en ég spái mjög góðri
uppskeru á Suðvesturlandi þremur
dögum eftir næstu rigningar.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Bjarni Diðrik
Sigurðsson
skógvistfræð-
ingur er mikill
áhugamaður um
sveppi og nýt-
ingu þeirra og
býr yfir hafsjó
af fróðleik sem
hann miðlar á
aðgengilegan
hátt í Sveppa-
handbókinni.
Ljósmynd/Hari
Kóngssveppur. Það vaxa um 700
tegundir af hattsveppum á Íslandi og
ríflega 10% þeirra eru matsveppir.
Það þýðir að það eru 90% líkur á
því að sveppurinn sem þú rekst á
úti í náttúrunni sé ekki ætur svo
lykilatriðið, þegar fólk fer af stað, er
að læra að þekkja tegundirnar.
Kóngsveppur er próteinríkari en
flest grænmeti. Hann er uppáhalds-
sveppur Bjarna og einnig vinsælasti
matsveppur Evrópu.
20 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015
-Toppurinn
á ísnum
FULLKOMINN
FYRIR SÆLKERA
með karamellufyllingu og
ristuðum möndlum