Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 12
Á Áhersla er lögð á fræðslu í dagskrá Hin­ segin daga sem staðið hafa undanfarna daga og ná hápunkti sínum á morgun, laugardag, með gleðigöngu og Regnboga­ hátíð við Arnarhól. Hinsegin dagar hafa vaxið úr eins dags hátíð í sex daga menn­ ingarhátíð og eru nú með fjölmennustu útihátíðum hérlendis, þar sem hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkja liði. Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga, veltir því fyrir sér af hverju enn sé verið að halda hátíð sem þessa þar sem mikil þróun hafi orðið hér­ lendis í málefnum hinsegin fólks þegar það, þannig séð, er komið með öll réttindi sem það hefur verið að berjast fyrir. En þá, bætir hún við, koma fram raddir sem ekki skilja hvað er í gangi og í kjöl­ farið fylgja neikvæð og fávísleg ummæli. Því sé full ástæða til þess að leggja áherslu á fræðslu í ár., auk fjölbreyttrar dagskrár sem varpar ljósi á hversu ólíkt samkyn­ hneigt fólk er. „Það er mikil þörf á fræðslu og að víkka sjóndeildarhringinn hjá fólki,“ segir Eva María. Vissulega hefur mikið áunnist í réttinda­ baráttu samkynheigðra og í baráttu gegn fordómum en enn er verk að vinna. Eva María bendir á að í þeirri gleði sem hinni árlegu göngu fylgir vilji það gleymast að þetta sé mannréttindaganga og mikilvægt sé að leggja áherslu á það. „Við erum enn að berjast fyrir sumu sem við vorum að berjast fyrir 20 árum en samfélagið hefur breyst til hins betra. Okkur langar líka til að þakka þjóðinni fyrir stuðninginn.“ Áhersla er enn fremur lögð á heilsu og heil­ brigði og aðgangi hinsegin fólks að heil­ brigðisþjónustu og um leið stuðlað að op­ inni umræðu um þann fjölbreytta hóp sem hinsegin fólk er, sem oft þarf að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu að ræða sem er sér­ staklega sniðin að heilsufarslegum þörfum hópsins. Þegar hugað er að fræðsluþættinum er athyglisvert að skoða niðurstöður dokt­ orsverkefnis Jóns Ingvars Kjaran þar sem viðfangsefnið er hinsegin reynsla og hin­ segin veruleiki, rannsókn á líðan hinseg­ in ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi, en við hann er rætt á síðu Hinsegin daga. Í rannsókninni tók Jón viðtöl við 14 hinseg­ in ungmenni sem fædd eru á tímabilinu 1987­1993 og framkvæmdi vettvangsrann­ sóknir í tveimur framhaldsskólum. Jón hafði stundað kennslu í framhaldsskólum og fannst hinsegin ungmenni fara á mis við margt það sem gagnkynhneigð skólasyst­ kini þeirra upplifðu. Það vakti einnig athygli Jóns að margir krakkar sem hann var að kenna komu ekki úr skápnum fyrr en eftir að framhaldsskóla lauk sem vakti spurn­ ingar um það væri eitthvað kerfislægt innan skólanna sem héldi aftur af þeim. Meginnið­ urstaða rannsóknarinnar er sú að það sé gjá milli þess sem er að gerast í íslensku samfé­ lagi annars vegar og íslenska skólakerfinu hins vegar hvað varðar hinsegin málefni. Á sama tíma og íslenskt samfélag breytist og verður frjálslyndara í málefnum hinsegin fólks sjást þær breytingar ekki innan íhalds­ sams skólakerfis, sem viðheldur ákveðnu umhverfi, eða rými, sem gerir ráð fyrir að allir séu samkynhneigðir. Skólakerfið hefur því ekki, samkvæmt rannsókn Jóns, náð að halda í við þá frjálslyndisþróun sem átt hef­ ur sér stað í samfélaginu. Jón ráðleggur skólastjórnendum að marka stefnu og tengja hana við jafnréttis­ og ein­ eltisstefnu sem flestir skólar hafa tileinkað sér. Hann bendir á að þótt skólakerfið sé frosið í tíma upp að vissu marki sé íslenska námsskráin, sem samþykkt var 2010­2011, ein sú framsæknasta sem finnst á Norður­ löndum þegar kemur að hinsegin fræðslu. Í henni komi fram ákvæði þess efnis að skól­ ar þurfi að taka tillit til mismunandi breyta eins og kynferðis, kyngervis og kynhneigð­ ar en skólarnir hafi ekki náð að tileinka sér þau. Það sem skorti sé framkvæmd stefn­ unnar og að brúa gjána sem enn er milli skólakerfisins og samfélagsins. Framsækin námsskrá en íhaldssamir skólar í málefnum hinsegin ungmenna Gjá milli skólakerfis og samfélags Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjÁLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS 12 viðhorf Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.