Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 16
Konur eru að miklu leyti mun betri markhópur en karlar því rannsóknir sýna að þær kaupa mun meira fyrir heimilið, tala meira um vörur en karlmenn og það er tekið mark á því sem þær segja um vörur. Sesselja Vilhjálmsdóttir er stofnandi og fram- kvæmdastjóri Tagplay, sem framleiðir forrit með sama nafni. Tagplay situr nú í fyrsta sæti á Product Hunt sem er eitt stærsta og virkasta samfélag áhugasamra um nýjar vörur sem oftar en ekki koma frá sprotafyrirtæki. Nokkrar íslenskar vörur hafa komist á lista hjá Pro- duct Hunt, meðal annars Oz, QuizUp og Watchbox, en ekkert þeirra hefur náð jafn miklum vinsældum á svo skömmum tíma og Tagplay. Ljósmynd/Anton Brink Vill sjá fleiri konur í hugbúnaðargerð Nýjasta afkvæmi frum- kvöðulsins Sesselju Vilhjálms- dóttur er forritið Tagplay sem situr nú á efsta sæti lista Product Hunt yfir nýjar og spennandi vörur sprota- fyrirtækja. Sesselja segir að það þurfi mikla þolinmæði til vinna í sprotaumhverfinu og til að láta hugmynd verða að veruleika. Tækifærin í hug- búnaðargeiranum séu þó óþrjótandi, ekki síst fyrir kon- ur en á ráðstefnum erlendis er Sesselja oftast ein af örfáum konum. F rá því að ég man eftir mér hef ég verið að búa eitthvað til. Mér hefur líka alltaf þótt aðlaðandi að geta verið minn eigin herra og að geta lifað á eigin hug- myndum,“ segir Sesselja Vilhjálms- dóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay. Sesselja lærði upphaflega hagfræði og vann í banka áður en hún leiddist inn á frumkvöðlabraut- ina. Hennar fyrsta verkefni, borðs- pilið Heilaspuni, kom á markað árið 2009 og seldist upp á nokkrum dög- um. Næsta verkefni var heimildar- myndin Startup Kids sem Sesselja framleiddi ásamt Valgerði Helga- dóttur með styrk frá Evrópu unga fólksins. Myndin fjallar um heim ungra frumkvöðla í Bandaríkjun- um og Evrópu og þrátt fyrir að hafa ekki farið hátt á Íslandi hefur hún fengið gríðarlega góðar viðtökur er- lendis þar sem hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og komist meðal annars í annað sæti yfir mest seldu heimildarmyndirnar á Amazon og i-tunes. Sesselja segir gerð myndar- innar hafa verið góðan skóla. „Gerð myndarinnar var ákveðin leið fyrir mig til að læra og kynnast fólki. Við ferðuðumst mikið á sínum tíma til að fylgja myndinni eftir og kynnt- umst þessum heimi því vel. Áhug- inn á efninu er greinilega mikill því það er enn verið að hafa samband við okkur út af henni.“ Sá tækifærin í samfélagsmiðl- unum Gerð Startup Kids var Sesselju og Valgerði hvatning til frekari fram- kvæmda og áður en gerð hennar lauk voru þær búnar að koma nýju farsíma-appi á markað. „Kinwins var hvatningarleikur fyrir full- orðna sem var líka mikill skóli að gera. En þetta var í raun allt of mikil vinna á þessum tíma. Við gátum ekki einbeitt okkur nógu vel að honum og í dag er hann ekki lengur á markaðinum,“ segir Sess- elja sem var þó stuttu síðar komin á fullt með sitt nýjasta afsprengi, Tagplay. „Ég vann um tíma sem ráðgjafi í markaðsmálum á netinu fyrir auglýsingastofur. Þá tók ég fljótlega eftir því að eitt stærsta vandamál auglýsenda var að þeir voru að eyða miklum fjármunum og tíma í að búa til mjög flottar vef- síður sem síðan misstu marks því þær voru ekki lifandi. Á sama tíma tók ég eftir því hversu auðvelt fólk á með að nota samfélagsmiðla og ákvað því að hanna hugbúnað sem tengdi þetta tvennt saman. Tagplay er hugbúnaður sem gerir fyrirtækj- um kleift að stjórna heimasíðum sínum eingöngu í gegnum sam- félagsmiðla.“ Frumkvöðlar þurfa mikla þolinmæði „Við erum búin að vera í þróunar- fasa heillengi en núna erum við komin með góða vöru í hendurn- ar og þá tekur markaðsstarfið við. Við gáfum forritið út fyrir þremur mánuðum á Íslandi og höfum verið að betrumbæta það síðan og núna erum við að byrja að kynna vöruna í erlendis,“ segir Sesselja en á að- eins einni viku hefur Tagplay náð mikilli athygli úti og situr núna í fyrsta sæti Product Hunt listans yfir áhugaverðar nýjar vörur. Sesselja ferðast mikið vegna starfsins og eyðir drjúgum hluta ársins í San Francisco og New York. Hún segir fólk í frumkvöðla- geiranum þurfa að vera tilbúið til að leggja á sig gífurlega vinnu auk þess að vera gætt mikilli þol- inmæði. „Það er alltaf rosalega gaman í byrjun en svo er erfiðara að fylgja hugmyndinni eftir því það getur gengið upp og ofan. Eins er mikil vinna sem felst í því að fjár- magna fyrirtæki.“ Fáar kvenfyrirmyndir í brans- anum Sesselja segir felast mikil tækifæri í hugbúnaðarþróun fyrir konur. „Það vantar klárlega konur í bransann. Það er aðeins að aukast að konur fari í tækninám sem er gott, en það þarf samt ekkert endilega að vera tæknimenntaður til að geta unnið í hugbúnaði. Það skiptir líka miklu máli að vera skapandi og drífandi. Allt of fáar fyrirmyndir gera það að verkum að stelpur eru ekki að sækja mikið í þetta umhverfi sem er sorg- legt því hugbúnaðargerð er mjög skapandi og skemmtileg. Lang- mest af því sem er hannað í dag er þróað af karlmönnum sem þar af leiðandi er kannski hugsað fyrir frekar þröngan markað. Svo það er heill heimur þarna eftir. Konur eru að miklu leyti mun betri markhóp- ur en karlar því rannsóknir sýna að þær kaupa mun meira fyrir heimil- ið, tala meira um vörur en karlmenn og það er tekið mark á því sem þær segja um vörur. Vöntun á stelpum á ekki bara við um hugbúnaðargerð heldur bara allt start-up umhverf- ið. Þegar ég fer á tækniráðstefnur erlendis er ég oftast ein af örfáum konum og það væri miklu betra ef þær væru fleiri.“ Fjölskylduvæn vinna „Við erum núna á leið inn í nýtt tímabil í hugbúnaðargerð sem býð- ur upp á ótrúleg tækifæri. Það er orðið mun ódýrara að stofna fyrir- tæki í dag og í dag er hægt að koma af stað hugbúnaðarþjónustu á frekar litlum tíma fyrir frekar litinn pen- ing,“ segir Sesselja og bendir á að almennt sé starfsumhverfi að verða sveigjanlegra og þá sérstaklega í öllu sem tengist netinu. Hugbúnað- argerð geti því hentað fjölskyldu- fólki mjög vel. „Það er oft talað um að konur stofni fyrirtæki seinna er karlmenn, þegar þær eru komnar yfir fertugt og búnar að eignast börn. En hugbúnaðarfyrirtækin geta hentað mæðrum vel því það er hægt að vinna þessa vinnu í hvar sem er og hvenær sem er. Með til- komu netsins er allt orðið svo sveigj- anlegt. Það er orðið mjög algengt í Bandaríkjunum að fólk geti fengið að vinna hvar sem það vill, svo lengi sem það skili af sér. Verktakahag- kerfið er orðið miklu algengara því það er svo auðvelt að taka sér verk- efni í gegnum netið. Við erum á leið inn í alveg nýjan vinnumarkað og það er mjög spennandi að taka þátt í því.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is SeSSelja VilhjálmSdóttir Aldur: 30 ára. Hvaðan: Úr Hlíð- unum, en býr í Vestur- bænum í dag. Nám: Hagfræði frá HÍ og Florida Inter- national University. Uppáhaldsborg: Buenos Aires og París. Leyndur hæfileiki: Kryddjurtaræktun. 16 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.