Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Page 26

Fréttatíminn - 07.08.2015, Page 26
M ig grunaði þetta engan veginn en hún var samt búin að vera óvenju döp- ur í nokkuð langan tíma,“ segir Rebekka Ýr Helgudóttir, formaður FAS, Félags foreldra og aðstand- enda hinsegin fólks, en dóttir hennar kom út úr skápnum fyrir tveimur árum, þá 12 ára. „Ég hafði töluverðar áhyggjur af því hversu döpur hún gat verið en hélt það væri jafnvel vegna þess að hún var ný- búin að skipta um skóla. Það var greinilega eitthvað að angra hana og ég fór með hana til læknis, en hugsaði ekkert út í að hún væri að velta þessu fyrir sér. En svo þegar hún sagði mér að hún væri samkyn- hneigð þá var bara eins og að það kviknaði ljós. Og ég var svo rosa- lega fegin.“ Var létt við fréttirnar „Ég man við vorum að keyra þegar hún allt í einu sagði mér þetta. Hún táraðist aðeins og var greinilega búin að vera að spá hvernig hún ætti að segja mér þetta. En það fyrsta sem ég hugsaði var bara; „hvað með barnabörn!?“, og ég man að hún horfði á mig með tárin í aug- unum og sagði; „mamma ég er ekki einu sinni orðin 13 ára. Ég er ekkert viss um að mig langi til að eignast börn“, og ég sá um leið hversu fá- ránlegt það var að ég skyldi hugsa um möguleg barnabörn þegar hún var að opna sig svona fyrir mér. Ég sagði það auðvitað engu máli skipta. Þetta varð bara eðlilegt hjá okkur um leið og ég held að henni hafi létt við að segja frá þessu, eins og mér var létt við að heyra þetta.“ Rebekka segir dóttur sína ekki hafa verið tilbúna til að tala við föður sinn og þess vegna hafi hún hringt í hann sjálf og fært honum fréttirnar. „Hann tók þessu líka vel. Sagði þetta auðvitað ekki skipta neinu máli. Svo sagði dóttir mín systur sinni þetta stuttu síðar og það gekk líka vel. Ég man að eldri stelpan mín hringdi í mig til að þakka mér fyrir að hafa alið þær upp við enga fordóma. Ég hafði þá víst brýnt fyrir þeim, þegar þær voru litlar, að það skipti engu máli hverjum maður yrði ástfangin af, það sem skipti máli væri að vera hamingjusamur. Ég mundi ekkert eftir því en fannst gott að heyra það.“ Fór í bardagaham Eftir að hafa fengið fréttirnar fór Re- bekka beint á netið að leita sér upp- lýsinga um hvert hún ætti að snúa sér, hvað hún gæti gert til að sýna dóttur sinni 100% stuðning. „Mig langaði svo til að hún sæi hversu litlu máli þetta skipti, að það eina sem skipti máli væri að hún yrði hamingjusöm. Ég fann fyrir kvíða yfir því að þetta gæti orðið henni erfitt því fordómarnir eru enn svo miklir á sumum stöðum. Ég vildi ekki að fólk hætti að sjá yndislegu stelpuna mína bara vegna þess að hún væri samkynhneigð, því sumir sjá ekki að það skiptir engu máli hvort þú elskir stelpur eða stráka. Fyrir mér skiptir það jafn litlu máli Gæti ekki verið stoltari af stelpunni minni Dóttir Rebekku Ýrar Helgu- dóttur kom út úr skápnum þegar hún var 12 ára. Rebekka fann til mikils léttis við frétt- irnar því hún vissi að eitthvað hafði verið að angra dóttur sína. Rebekka, sem er for- maður FAS, Félags foreldra og aðstandenda hinsegin fólks, segir allskonar spurningar vakna þegar barn kemur út úr skápnum, mikilvægt sé að skammast sín ekki fyrir tilfinn- ingar sínar heldur ræða þær. og að vera hávaxin eða lágvaxin. Ég velti því mikið fyrir mér hvort hennar líf gæti á einhvern hátt orðið erfiðara og vildi bara gera allt sem ég gat til að koma í veg fyrir það.“ Rebekka segist hafa orðið dálítið hörð við fólkið í kringum sig því hún vildi vernda dóttur sína fyrir hvers kyns áreiti. „Ég man að þegar ég sagði pabba frá þessu þá tók ég það skýrt fram að þetta væri barnið mitt og að ég elskaði hana eins og hún væri. Ef annað fólk gæti ekki gert það þá væri mér að mæta. Ég veit ekki af hverju ég var svona hörð við pabba, en hann horfði bara hissa á mig og sagðist að sjálfsögðu elska hana jafn mikið og ég,“ segir Rebekka og hlær. „Ég var greinilega komin í einhvern bardaga- ham. Sumum kannski brá við þessar frétt- ir en þá hafa þeir hinir sömu ekki sýnt mér það.“ Oft auðveldara fyrir krakkana sjálfa en foreldrana Rebekka hafði samband við FAS en þá hafði félagið ekki verið virkt í nokkur ár. „Það virðist sem þörfin fyrir félagið hafi ekki verið svo mikil en ég held að sú þörf sé að aukast því í dag eru krakkar að koma yngri út úr skápnum og það getur verið erfiðara fyrir for- eldra. Jafnvel erfiðara en fyrir krakk- ana sjálfa. Það kvikna allskonar spurn- ingar. Verða allir góðir við hana? Hvað verður um vinina? Hvernig mun skólinn taka á þessu? Hvað segir fjölskyldan? Verður erfiðara fyrir hana að fá vinnu? En þetta virðist ekki vera neitt mál fyrir þessa krakka. Það er enginn að spá í þetta. Annað hvort ertu hrifin af stelp- um eða strákum og svo bara heldur lífið áfram,“ segir Rebekka og þakkar það meðal annars því góða starfi sem Samtökin ‘78 hafa unnið. „Ég fór með dóttur mína á ungliðaballið hjá Reykja- vík Pride stuttu eftir að hún kom út og þá kynntist ég mörgu góðu fólki sem vinnur ótrúlega mikilvægt starf. Í dag finnst mér þetta allt saman vera ekkert nema guðsgjöf. Ég er búin að læra svo margt og finnst ég bara rosalega heppin að eiga dóttur sem er hluti af þessum samtökum. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunni minni. Ég get ekki ímynd- að mér hversu erfitt það er að þurfa að halda þessu leyndu. Að burðast með þetta einn inn í sér. Ég er svo ánægð með að hún hafi sagt okkur frá þessu.“ Margir spyrja skrítinna spurninga „Ég hef fengið spurningar eins og; „hvernig veit hún þetta ef hún er svona ung?“ Maður veit alveg hvernig manni líður. Sjálf man ég mjög vel eftir því að vera ástfangin af Pétri þegar ég var tíu ára. Þessi tilfinning var til staðar og af hverju ætti ég að efast um hennar tilfinningar. Ef hún segir mér að hún sé samkynhneigð þá er hún það. Og ef það breytist á morgun þá væri það bara þannig. En fólk á það til að spyrja skrít- inna spurninga án þess að endilega meina það illa, eins og ég gerði sjálf þegar ég fór að spyrja hvort ég myndi þá ekki eignast barnabörn. Það er ekk- ert við þetta fólk að sakast. Þetta velt- ur auðvitað á því hvernig uppeldi við fáum. Og þeir foreldrar sem bregðast illa við þessum fréttum ættu að leita sér ráðgjafar hjá Samtökunum því ráð- gjafarnir þar eru frábærir. Það þarf alls ekkert að skammast sín fyrir neinar tilfinningar þegar börnin manns koma út úr skápnum, heldur er mikilvægt að vinna með þessar tilfinningar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunni minni. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt það er að þurfa að halda þessu leyndu. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt það er að þurfa að halda þessu leyndu. Að burðast með þetta einn inn í sér. Ég er svo ánægð með að hún hafi sagt okkur frá þessu, segir Rebekka Ýr Helgudóttir, en dóttir hennar kom út úr skápnum fyrir tveimur árum, þá 12 ára. Ljósmynd /Hari 26 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.