Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 8
Hátalari úr nýrri línu B&O. Ormsson opnar á morgun, laugar- dag, nýja Bang & Olufsen sérverslun inn í verslun fyrirtækisins að Lágmúla 8. Um það bil 200 fermetrar af verslun Ormsson í Lág- múla hafa verið innréttaðir sérstaklega af hönnuðum Bang og Olufsen, samkvæmt þeirra nýjustu stöðlum, að því er fram kemur í tilkynningu. „Það er ánægjulegt að geta boðið aftur upp á Bang & Oluf- sen vörur á Íslandi. Tækin frá Bang & Olufsen eru þekkt fyrir fallega hönnun og einstök hljómgæði,” Valur Kristófersson, sölustjóri Bang & Olufsen hjá Orms- son. Ormsson tekur einnig yfir alla þjónustu við eldri Bang og Olufsen tæki í þjónustuverkstæði sínu í Síðumúla 9. Bang & Olufsen opnar hjá Ormsson Sumarkuldi hefur áhrif á vatnsbúskap Landsvirkjunar Kuldinn í júlí hefur neikvæð áhrif á vatnsbúskap Landsvirkjunar og hefur gerbreytt horfum fyrir fyllingu miðl- unarlóna. Skortur á jökulbráð veldur því að Hálslón hefur aðeins hækkað um tæpa 10 metra í júlí og stendur nú í 593 metrum yfir sjávarmáli, sem er aðeins 37% fylling. Það vantar því yfir 30 metra að það fyllist í haust og nú eru innan við helmingslíkur að það gerist, segir í tilkynningu Landsvirkj- unar. Svipaða sögu er að segja með Blöndulón, fylling þar hefur nánast stöðvast seinni hluta júlí og er nú um 55%. Besta staðan er á Þjórsársvæð- inu. Þórisvatn og Hágöngulón eru að- eins yfir væntingum frá í byrjun júlí og fyllingin er nú um 78%. Í ljósi þessarar breyttu stöðu hefur Landsvirkjun hagað vinnslu kerfisins með það að markmiði að auka sem mest líkur á að staða Hálslóns verði viðunandi í haust. Hagstætt veður- far í ágúst og september getur breytt talsverðu um vatnsstöðu Landsvirkj- unar. Ef innrennsli heldur áfram að vera nálægt lægstu mörkum fram eftir hausti gæti, að mati Landsvirkj- unar, þurft að minnka afhendingu á raforku í upphafi vetrar. Stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunar. Mynd Landsvirkjun Veldu f lot tustu Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri. Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Skoðaðu úrvalið af flo um DELL tölvum fyrir skólann á advania.is/skoli, verð frá 69.990 kr. una T íminn frá því tilkynning er sent um týnt barn og þar til hún berst útivinnandi lög- reglumönnum á höfuðborgarsvæð- inu er aðeins 20 mínútur að með- altali, en var áður 8 klukkutímar. „Það skiptir miklu að tilkynningar um týnd börn berist útivinnandi lögreglumönnum sem allra fyrst til að sem mestar líkur séu á því að við finnum börnin fyrir nóttina,“ segir Guðmundur Fylkisson, yfir- varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. „Nú finnum þau oft fyrri hluta kvölds í staðinn fyrir að missa þau inn í hús yfir nóttina og styttum þá þann tíma sem þau eru í neyslu eða slíku,“ segir hann. Sérstakt 12 mánaða átaksverk- efni lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lög- aldri hófst í nóvember og Guðmund- ur hefur tekið þátt í verkefninu síð- an. „Við settum okkur að ná þessum tíma niður í eina klukkustund en í vor þegar við höfðum aðeins náð tímanum niður í tvær klukkustund- ir settum við okkur í samband við ríkislögreglustjóra og fjarskipta- deild hans hefur aðstoðað okkur síðan við að koma tilkynningunum til skila,“ segir Guðmundur. „Áður voru tilkynningar sendar út í tölvu- pósti og ef mikið var að gera sáu lögreglumenn þær ekki fyrr en þeir komu aftur í hús að lokinni vakt. Í lok maí byrjaði fjarskiptamiðstöðin að starfa með okkur. Hún vaktar síma og tölvukerfi allan sólarhring- inn og það er vegna þessa samstarfs sem tilkynningarnar berast svona fljótt. Nú sjá lögreglumenn sem eru úti jafnvel börnin mjög fljótt ef þau eru á ferli. Þetta er gríðarlega jákvæð þróun,“ segir hann. Sú breyting hefur einnig átt sér stað frá fyrra ári að lögreglan leitar nú að fleiri börnum, að meðaltali 17 á mánuði það sem af er þessu ári en að jafnaði 10 börnum í hverjum mánuði í fyrra. Í júlímánuði var leitað að 14 börnum, 8 stelpum og 6 strákum. „Ég vil trúa því að þetta sé ekki vegna þess að vandinn sé að aukast heldur hafi foreldrar og for- ráðamenn nú meiri trú á því að við tökum þessi mál alvarlega og leiti því aðstoðar lögreglu fyrr. Nú líð- ur sjaldnast meira en sólarhringur áður en haft er samband við okkur vegna týndra barna en áður liðu oft nokkrir dagar,“ segir Guðmundur. Þegar átaksverkefnið hófst var tekin sú ákvörðun að lýsa ekki eftir týndum börnum í fjölmiðlum nema í ítrustu neyð og frá nóvember hefur aðeins verið auglýst tvisvar. „Þeg- ar búið er að birta nafn og mynd af týndu barni í fjölmiðlum opn- ast flóðgáttir af ýmiss konar áreiti í gegnum rafræna heiminn og við reynum því að nota aðrar leiðir,“ segir hann. Algengast er að börn fari heim þegar þau finnast en annars fara þau ýmist á Neyðarvistum Stuðla eða á meðferðarheimili ef þau hafa strokið af slíku heimili. „Á árunum 2013-2014 fór að jafnaði um helming- ur barna á Stuðla en nú er það aðeins um fjórðungur. Við teljum það líka vera til marks um að gripið sé inn í fyrr en áður og börnin sem leitað er það því í nógu góðu ástandi til að fara beint aftur heim,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  LögregLan ÁTaksverkefni vegna Týndra barna skiLar Árangri 20 mínútur að finna týnd börn í stað 8 tíma Tíminn frá því tilkynning er send um týnt barn og þar til hún berst útivinnandi lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins 20 mínútur að meðaltali, en var áður 8 klukkutímar. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri segir gríðarlega mikilvægt að finna börn fyrir nóttina. Að meðaltali leitar lögreglan að fleiri týndum börnum í hverjum mánuði í ár en í fyrra, en Guðmundur telur ástæðuna þá að foreldrar hafi nú meiri trú á að lögreglan taki tilkynningar þeirra alvarlega. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir sérstakt átak lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri. Ljósynd/ Hari Nú finnum þau oft fyrri hluta kvölds í staðinn fyrir að missa þau inn í hús yfir nóttina. 8 fréttir Helgin 7.-9. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.