Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 40
40 matur & vín Helgin 28.-30. ágúst 2015
Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet
Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm
í Tansaníu.
Innifalið:
Allt flug með sköttum og gjöldum.
Allur flutningur milli staða með 5–7 manna
safarí-bílum.
Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-
legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.
Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.
Innlendur og íslenskur fararstjóri.
Verð per mann í 2ja manna herbergi: 675.900.-
588-8900 Transatlantic.is
Tanzania
22. Janúar–4. febrúar
Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra,
ósnortinna náttúru og fornrar menningar.
Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega
umhverfi, þá kynnumst við menningu heimamanna
m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri,
einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.
H ugmyndin var að tengja þetta nostalgíunni þegar krakkar dýfa rabarbarastilk í sykur til að fá þetta súrsæta bragð,“ segir Kjartan
Ágústsson, bóndi á Löngumýri á Skeiðum, um rab-
arbarakaramellu sem er framleidd undir merkinu
Rabarbía. Rabarbaraakrarnir á Löngumýri eru líf-
rænt vottaðir og fer öll framleiðslan fram þar. Rab-
arbari hefur verið ræktaður á býlinu í rúm 70 ár en
það voru afi og amma Kjartans sem hóf ræktunina.
Þróun rabarbarakaramellunnar var hluti af sam-
vinnuverkefni við Listaháskóla Íslands - „Stefnumót
bænda og hönnuða“ - auk Matís og karamellumeist-
arann Örvar Birgisson, og kom fyrst á markað árið
2008. Fram til þess hafði uppskeran að mestu farið í
sultugerð en markmið verkefnisins var að þróa nýja
leið til að nýta rabarbarann. Upphaflega voru aðeins
framleiddar stórar rabarbarakaramellur í líki rabar-
barastilks. Steypt var sílíkonmót af heilum rabar-
Rabarbara
karamellan
vekur upp
nostalgíu
Afi og amma Kjartans Ágústssonar hófu rabar-
bararækt á Löngumýri og nú framleiðir Kjartan
karamellu og sultur úr rabarbaranum undir
heitinu Rabarbía. Karamellan var þróuð í sam-
starfi við Listaháskóla Íslands og var markmiðið
að þróa nýjar leiðir til að nýta rabarbarann.
Hver er Kjartan Ágústsson?
n Er með BA-gráðu í íslensku og kennir við
Þjórsárskóla. Hefur kennt við Fjölbrautaskóla
Suðurlands og Grunnskólann á Ísafirði.
n Var oddviti Skeiðarárhrepps í tvö kjörtímabil
n Heldur kindur, hross og hænur, og húsdýrin eru
hundar, kettir og kanínur.
n Á 11 ára dóttur og pabbahelgarnar með henni
eru það alskemmtilegasta.
n Helsta áhugamálið utan vinnunnar er lestur.
n Uppáhalds matur er lambasmásteik með
rabarbarasultu og íslenskum kartöflum.
n Rabarbía verður á matarhátíð Búrsins í Hörpu
um helgina
Svaladrykkur
úr ferskri mysu
Bragðið kemur flestum mjög skemmtilega á óvart,“ segir Sigríður Anna Ásgeirsdóttir,
framkvæmdarstjóri Kruss ehf. sem
framleiðir mysudrykkinn Íslandus.
Vegna þess að mysa er grunnurinn að
drykknum búast margir við súru bragði
en það eru þó jurtirnar og berin sem
yfirgnæfa mysubragðið að mestu. Auk
ferskrar skyrmysu frá Erpsstöðum
inniheldur Íslandus handtínd krækiber,
bláber, blóðberg, birki, fjallagrös og
fjörugrös.
Hugmyndin að Íslandus kom upphaf-
lega í tengslum við vistvæna framleiðslu
og umhverfisvernd en mysa er afar van-
nýtt og stórum hluta hennar hent, bæði
hér á landi og erlendis. „Mysa var samt
alltaf helsti svaladrykkur Íslendinga
áður en kók kom til sögunnar,“ segir
Sigríður Anna. Íslandus er bráðhollur
en hann er ekki markaðssettur sem
sérstakur heilsudrykkur heldur fyrst
og fremst sem bragðgóður
drykkur fyrir fólk til að njóta
hvar og hvenær sem er. „Við
notum aðeins íslenskt hráefni
og þannig er varan vistvænni
en ef verið er að flytja hráefni
yfir hafið. Drykkurinn
geymist í kæli í 4 vikur frá því hann er
opnaður og mörgum finnst hressandi
að fá sér skot á morgnana. Við höfum
líka heyrt af því að Íslandus sé borinn
fram sem óáfengur fordrykkur með
klaka og jafnvel myntulaufi. Meira að
segja höfum við fengið fyrirspurnir
um hvort það megi blanda honum
saman við áfengi og það er auðvitað
ekkert bannað,“ segir Sigríður Anna og
bætir við að Kruss þurfi hreinlega að
þróa uppskrift að góðum kokteil með
Íslandus.
Þetta er þriðja árið sem Íslandus er
kynntur á Matarhátíð Búrsins í Hörpu
og segir Sigríður Anna að eitt það
skemmtilegasta við að kynna drykkinn
sé að sjá svipinn á fólki. „Margir eru
hikandi í fyrstu en langar samt að
smakka. Fólk býst þá kannski við súru
mysubragði en finnur síðan bara gott
berja- og jurtabragð,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@ frettatiminn.is
Mysa var helsti svaladrykkur Íslendinga áður en kók kom á
markað og er fersk mysa grunnurinn að drykknum Íslandus.
Bragðið kemur flestum skemmtilega á óvart því það er ekki
mysubragðið sem er afgerandi heldur eru það íslensku berin
og jurtirnar sem yfirgnæfa það enda er eingöngu notuð fersk
skyrmysa, sem er ekki orðin mjög súr, í Íslandus.
barastilk, 28 cm að lengd, til að líkja sem
mest eftir alvöru rabarbara. Sú karamella
er því töluvert stærri en hefðbundin kara-
mella en hugsunin á bak við stærðina er
sú að hún sé tilvalin tækifærisgjöf, svipað
og konfektkassi, sem auðvelt er að brjóta
niður og deila.
Stjórnendur „Stefnumóts hönnuða
og bænda“ sóttu á sínum tíma um styrk
til Rannís og verkefnið hlaut styrk til
þriggja ára. Með þessari styrkveitingu
var brotið blað í sögu Rannís því aldrei
áður hafði hönnunarverkefni fengið rann-
sóknarstyrk sem þennan. Verkefnið var
einnig fyrsta fomlega rannsóknarverk-
efnið á vegum Listaháskóla Íslands sem
styrkt var af opinberum sjóði.
Í gegnum árin hefur vörulína Rabarbía
stækkað, nú er einnig hægt að fá minni
karamellustilka og karamellubita, auk
þess sem Kjartan framleiðir sultur og
síróp. Fullbúið framleiðslueldhús var
innréttað á Löngumýri á sínum tíma og
er karamellan og sulturnar því búnar
til þar frá a-ö, allt frá því rabarbarinn er
tíndur og þar til vörunni er handpakkað
á staðnum.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir
sem rekur Kruss ehf.
ásamt Hildi Björk
Hilmarsdóttur og
Sigrúnu Andersen.