Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 54
STURTUTILBOÐ Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.isSmiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • • tengi@tengi.is FONTE handsturtuhaus 67 mm 890 kr. Verð áður 1.076 kr. SKINNY handsturtuhaus 1.490 kr. Verð áður 1.967 kr. EMOTION sturtuhaus 10 cm 2.990 kr. Verð áður 3.942 kr. Sturtubarki 150 cm, tvöfaldur 1.390 kr. Verð áður 1.887 kr. SPRING sturtuhaus 20 cm 6.990 kr. Verð áður 9.337 kr. 28. ágúst-7. september Kór,kór,kvennakór. Kvennakórinn Kyrjurnar eru að hea sitt 17.starfsár og getur bætt við sig nýjum kórfélögum. Við æfum í Friðrikskapellu við Vodafonhöllina á miðvikudögum kl.19:30. Kyrjurnar leggja metnað sinn í ölbreyt og skemmtilegt lagaval Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 8655530 eða Auði í síma 8646032. Það verður tekið vel á móti þér. H ópurinn TAKATAKA sam-anstendur af Birni og Kol-beini ásamt þeim Daníel Þorsteinssyni myndlistarmanni og Pétri Ármannssyni dramatúrg. Björn Leó, sem er höfundur og leikstjóri verksins segist hafa verið að skrifa þetta verk með hléum í hálft ár. „Frami er framúrstefnulegt leik- verk um ungan myndlistarmann,“ segir Björn Leó. „Mann sem er arg- ur út í lífið og tilveruna og er mjög svona „macho“ í framkomu og á í erfiðleikum með karlmennskuna í sjálfum sér. Mjög mótsagnakenndur persónuleiki. Sagan er um eltinga- leik hans við sínar eigin vonir og væntingar,“ segir hann. „Hann tapar sér í fantasíum um sjálfan sig og lífið og tilveruna. Kveikjan að þessu er allt það versta í mér sjálfum og það svo ýkt upp,“ segir Björn um hugmyndina. „Líka er kveikjan svolítið sprottin út frá því að vera í listamannaharki sem ég sjálfur hef glímt við. Það er mikil innri barátta í listamönnum.“ Sögu- persónan á sér óvin sem byggður er á nokkrum íslenskum listamönnum og segir Björn ákveðna ádeilu felast í verkinu. „Óvinur hans er byggður á nokkrum listamönnum af svokall- aðri krúttkynslóð sem hefur verið áberandi í íslensku listalífi,“ segir hann. „Hann varpar vandamálum yfir á alla aðra í kringum sig. Við frumsýnum á laugardaginn í Smiðj- unni í Listaháskóla Íslands, Sölvhóls- götu 13. Svo verðum við með áfram- haldandi sýningar í Tjarnarbíói í september og október,“ segir Björn sem útskrifaðist af sviðshöfunda- braut Listaháskólans árið 2011. „Ég var meðhöfundur á verkinu Peta sem sýnt var síðasta vetur, en þetta er fyrsta verkefnið sem ég stýri fra A til Ö,“ segir hann. „Ég gerði eitt stórt verkefni í skólanum en þetta er mín fyrsta áskorun. Við erum mjög stoltir af því að við erum að ná að koma þessu á kopp án styrkja en sýningin lítur ekki út fyrir það að vera framleidd fyrir núll krónur. Við Kolbeinn vorum á sama tíma í skól- anum og höfum verið að vinna sam- an á geðdeild Landspítalans líka svo kærusturnar okkar sjá okkur ekki eins mikið og við gerum. Við tökum okkur örugglega smá pásu frá hvor öðrum eftir sýninguna. Það er stress og smá spenna fyrir frumsýninguna, en mikil tilhlökkun á sama tíma,“ segir Björn Leó Brynjarsson. Allar nánari upplýsingar um Frama, má finna á www.midi.is og www.reykjavikdancefestival.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  LeikHús Nýtt ísLeNskt verk á reykjavík DaNce FestivaL Saga um eltingaleik listamannsins Frami er nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem frum- sýnt verður á Reykjavík Dance Festival og Lókal leiklistarhátíð á laugardaginn. Björn Leó, sem einnig leikstýrir verkinu, segir það fjalla um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi. Kolbeinn og Björn Leó frumsýna nýtt íslenskt verk um helgina. Ljósmynd/Hari 54 menning Helgin 28.-30. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.