Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 51
Hvar ég keyrði út af þjóðvegi nr. 1 og beygði í átt að Búðardal byrjuðu skruðningarnir fyrir alvöru. Ég var svo sem búinn að lenda í þessu undir Hafnarfjalli en þá dugði að þrýsta létt á TA takkann á viðtækinu til að fá hreina rás. En nú, hvaða takka sem ég sem ég þrýsti á, kom Halli Thorst ekki aftur. Bylgjan hljómaði hins vegar kristaltær. Morgunþáttur með SME og Heimi Karls. Gott ef Valtýr Björn var ekki þarna líka. Það skal viðurkennt að þetta þríeyki er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann við val á útvarpsefni. En hey! Allt er hey í harðind­ um og þeir kumpánar voru bara alveg ágætir. Fengu mig líka til að hugsa um nefskattinn og þörfina fyrir ríkisútvarp. Eitthvað sem er mér mjög hugleikið og ég get velt mér upp úr endalaust. Enda versti dagur lífs míns þegar minn betri helming­ ur viðurkenndi, möglunarlaust, sjónvarpseign fyrir einhverjum gúbba á tröppunum okkar fyrir margt löngu. Reikningurinn sem kom um næstu mánaðamót svíður ennþá í mína nísku lófa. Þetta var náttúrlega fyrir nef­ skatt Þorgerðar Katrínar en ekki er hann nú betri. Skramb­ ans kommúnistar þessir Sjálfstæðismenn alltaf hreint. En þetta er nú önnur saga – og þó. Því ekki bara munu allar almannavarnir ríkisins þarna frá ríkinu fara fram hjá þeim Dalamönn­ um heldur líka öll hin meinta menning sem á að streyma þarna frá Efstaleitinu. Áhyggjur mínar af örygginu þarna hurfu þó eins og dögg fyrir sólu þegar ég hlustaði á SME minn flytja einhverja þá lengstu umferðarframkvæmda­ romsu sem ég hef nokkurn tíma heyrt og sýndi með því að ríkisútvarpið er ekki eitt um að bera almannahag fyrir brjósti. Hitt veit ég þó ekki enn hvort Dalirnir verði sérlega menningarsnauðir svona án aðkomu ríkisins. En í það minnsta er fram­ tíðin þar bæði björt og brosandi. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 Ísland Got Talent (11/11) 15:30 Matargleði Evu (1/9) 15:55 Grand Desings (2/9) 16:55 Mike & Molly (13/22) 17:20 Feðgar á ferð (10/10) 17:45 60 mínútur (47/53) 18:30 Fréttir og Sportpakkinn 19:10 Planet’s Got Talent (4/6) 19:35 Á uppleið (1/5) 20:00 Grantchester (4/6) 20:45 Rizzoli & Isles (7/18) 21:30 The Third Eye (6/10) H 22:15 X Company (2/8) 23:00 60 mínútur (48/53) 23:50 Red 2 Hörkuspenanndi mynd með Bruce Willis, John Malcovich og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Sérsveitarmað- urinn Frank Moses safnar liði sínu aftur saman til að elta uppi týnt tæki sem tengist kjarnorku- sprengju. 01:45 Show Me A Hero (1/6) 02:45 Orange is the New Black 03:40 The Mentalist (3/13) 04:25 Hostages (3/15) Dermott og Tate Donovan. 05:10 Planet’s Got Talent (4/6) 05:40 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:20 Bayer Leverkusen - Lazio 10:00 Selfoss - Stjarnan 11:50 Barcelona - Malaga 13:30 MotoGP 2015 - Beint 14:30 Goðsagnir - Tryggvi Guðmunds. 15:25 League Cup Highlights 15:55 Roma - Juventus Beint 18:00 Arionmótið 18:45 KR - Valur Beint 21:15 UFC Unleashed 2015 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Genoa - Verona 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:00 Newcastle - Arsenal 10:40 Liverpool - West Ham 12:20 Southampton - Norwich Beint 14:50 Swansea - Man. Utd. Beint 17:00 Tottenham - Everton 18:45 KR - Valur Beint 21:10 Goðsagnir - Sigursteinn Gíslas. 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Swansea - Man. Utd. 00:55 Southampton - Norwich SkjárSport 09:15 Wolfsburg - Schalke 11:05 Stuttgart - Eintracht Frankfurt 12:55 Bundesliga Weekly (3:34) 13:25 B. Dortmund - Hertha Berlin 15:25 W. Bremen - B. Mönchengladb. 17:25 B. München - Bayer Leverkusen 19:15 B. Dortmund - Hertha Berlin 21:05 W. Bremen - B. Mönchengladb. 30. ágúst sjónvarp 51Helgin 28.-30. ágúst 2015  Í útvarpinu Kristaltær Bylgja vs. sKruðningar á rÍKisrásinni Hinir menningarsnauðu Dalabúar SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman. “These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.” QQQQQ www.whathifi.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.