Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 44
44 matur & vín Helgin 28.-30. ágúst 2015 Þ etta er bjórstíll sem hefur verið feyki vinsæll í Bandaríkjunum síðustu ár. Við höfum séð nokkur dæmi hans í innfluttum bjórum en nú er komin íslensk útgáfa,“ segir Árni Theodór Long, brugg- meistari hjá Borg brugghúsi. Borg brugghús er að setja á markað nýjan bjór, Úlf- rúnu nr. 34, sem er af Session IPA gerð. Um er að ræða léttari útgáfu af hinum vinsæla IPA-stíl, bjór sem er 4,5 prósent að styrkleika. „Flestir IPA-bjórar eru sex pró- sent og yfir en þessi hentar bjórþyrstum vel. Alkóhólið er það lágt að maður getur drukkið hann heila kvöld- stund ef sá gállinn er á manni,“ segir Árni. Árni segir að Úlfrún hafi verið á teikniborðinu í tals- verðan tíma. „Eftir einhverjar æfingar brugguðum við loks tilraunalögun í upphafi árs og töppuðum á kúta. Við vorum ánægðir með útkomuna og sendum hann undir krana hjá nokkrum af betri bjórstöðum bæjarins og mættum með hann á bjórmenningarviðburði. Við-  Bjór Borg Brugghús sendir frá sér fyrsta íslenska session iPa-Bjórinn Veisla fyrir humla­ snobbara Borg brugghús er að setja á markað Session IPA-bjór sem kallast Úlfrún. Um er að ræða léttan bjór, aðeins 4,5 prósent að styrkleika, sem er þó með fimm af vinsælustu humla- tegundum í bjórheiminum. Athygli vekur að Úlfrún er seld í dósum en það er til að bjórinn haldist ferskur lengur en ella. Í Úlfrúnu er að finna fimm mismunandi humla; Citra, Mosaic, Sorachi Ace, Centennial og Simcoe. tökurnar voru ótrúlega góðar, þannig að við ákváðum að taka þetta lengra og hófum að tvíka til uppskriftina. Í lokaútgáfunni er að finna rjómann af nýbylgjunni í humlas- nobbinu en við notum bæði Citra og Mosaic í bjórinn, sem mikið er snobbað fyrir, enda æðislegir humlar sem gefa báðir afgerandi suðrænt ávaxtabragð. Í Úlfrúnu er einnig humlarnir Sorachi Ace, Centennial og Simcoe. Þessi humlablanda skilar ótrúlega kröft- ugri ávaxtasprengju í lykt og bragði - helst eru það kannski angan af mangó og grape í fljótu bragði en það má finna ýmis- legt við nánari kynni. Einnig erum við með hveiti og hafra í honum í bland við byggið sem hefur verið eini kolvetnagjafinn í hinum IPA- bjórnum okkar,“ segir Árni en áður hefur Borg sent frá sér IPA-bjórana Úlf Úlf, Fenri og Úlf sem er vinsæl- asti bjór brugghússins. Úlfrún er fyrsti bjór Borgar sem er tappað beint á dósir. Árni segir að það sé algengur misskilningur að bjór smakkist verr úr dósum en úr flösku. „Já, öfugt við hug- myndir margra þá eru dósir, í lang flestum tilfellum, heppilegri umbúðir fyrir bjór en gler. Mikill meirihluti bjóra er ferskvara sem hrapar í gæðum með hverri viku frá töppun. Hefðbundnu ljósu lagerbjórarnir og svo sérstaklega þurr- humlaðir bjórar eins og IPA tapa bragð- gæðum hratt og því er mikilvægt að við- halda ferskleikanum eins og mögulegt er. Tveir af stærstu óvin- um bjórs eru súrefni og ljós, sem hvoru- tveggja skemma hefðbundinn bjór hratt og örugglega. Dósir hafa það umfram gler að halda ljósi algjör- lega frá vökvanum. Glær og græn gler standa sig auðvitað sérstak- lega illa í því hlutverki en meira að segja dökkbrún gler hleypa alltaf einhverju ljósi í gegn. Dósir eru svo líka þéttari heldur en flöskurnar sem heldur súrefni í skefjum. Svo eru dósir líka miklu þægilegri fyrir neytendur,“ segir Árni. Í eina tíð var alltaf talað um að dósabragðið smitaðist í bjórinn, er það liðin tíð? „Hugmyndir um einhvers konar „dósabragð“ er eitthvað sem til- heyrir fortíðinni. Dósir smita engan málmkeim eða þess háttar í bjór- inn sem þær kunna að hafa gert fyrir einhverjum áratugum. Eins og flestir vita líka núorðið þá drekkur maður bjór ekki öðruvísi en úr glasi. Ennfremur er auðveldara að kæla dósina, hún er léttari og ekki síst umhverfisvænni kostur.“ Árni segir að Úlfrún fari í sölu á krana á helstu bjórbörum í vik- unni og þeirri næstu. Vonir standa til að dósirnar verði komnar í sölu í Vínbúðunum í næstu viku. Strák- arnir í Borg munu kynna Úlfrúnu á Hlemmi Square í dag, föstudag, klukkan 17. Þar verður einnig boð- ið upp á tilraunabjór, eikarleginn krækiberja-Tripel sem verið er að þróa í samstarfi við veitingastaðina Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn. Og menn eru svo ánægðir með hvernig Úlfrún kemur út að það er þegar farið að huga að útrás. „Það hefur verið talsverð eftirspurn eftir Úlfi Nr. 3 að utan en við höfum ekki viljað selja hann úr landi sökum ferskleikasjónarmiða, en hann er einmitt í glerflöskum. Við setjum á hann sex mánaða „best fyrir“ stimp- il sem er of stutt fyrir útflutning en erum ekki til í að lengja þann tíma og miðla málum með ferskleikann. Nú getum við hins vegar boðið Úlf- rúnu þar sem dósin opnar á mögu- leikann á 9-12 mánaða stimpli.“ Valgeir Valgeirs- son, Árni Theodór Long og Óli Rúnar Jónsson í Borg brugghúsi eru að setja á markað fyrsta íslenska Session IPA-bjór- inn. Ljósmynd/Hari  Matarhátíð Búrsins dóra og félagar elda úr Mat seM átti að henda Diskósúpa fyrir 16 þúsund manns „Þetta snýst um það að beina athygl- inni að því hvað erum að henda fá- ránlega miklu af mat í ruslið, bæði framleiðendur, heildsalar, smásalar og svo neytendur. Okkur tókst að sanka saman hráefni frá ýmsum aðilum sem einhverra hluta vegna er ekki talið söluhæft og ætlum að búa til súpu fyrir 16 þúsund manns,“ segir Dóra Svavarsdóttir matreiðslumaður. Dóra fór fyrir hópi fólks í Slow Food samtökunum og fleiri áhuga- samra í vikunni við súpugerð. Diskósúpa er alþjóðlegt fyrirbæri og hefur áður verið framkvæmt hér á landi en ekki af þessari stærðar- gráðu. „Við erum búin að vera að skræla og skera og þetta verður ljómandi góð súpa. Þetta verður einhvers konar tómatlöguð rótar- grænmetissúpa, matarmikil og fín,“ segir Dóra. „Þetta hráefni sem við fengum er í góðu lagi, ástæðan fyrir því að það er ekki selt getur verið allt frá því að pakkningar séu skemmdar yfir í að gulrót hafi verið orðin lin. Í sumum tilvikum er bara um offram- leiðslu að ræða og þá er hent í tunn- una. Okkur tókst alla vega að safna nægu hráefni – þetta verður súpa úr rusli fyrir 16 þúsund manns,“ segir hún og hlær. En þótt létt sé yfir Dóru er alvar- legur undirtónn í þessu verkefni. „Matarsóun er eitt af stóru um- hverfismálunum núna. Þetta er ekki bara spurning um peningana, við erum að auka svo álagið á lífríkið – á allt kerfið með því að henda svona miklum mat. Við viljum koma þess- um boðskap á framfæri og það vilj- um við gera á jákvæðan hátt þarna í Hörpu um helgina. Súpa fyrir 16 þúsund manns og það átti að henda hráefninu – hversu galið er það?“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Það var fríður hópur fólks sem hittist í vikunni og skrældi og skar hráefni í diskósúpu fyrir Matarhátíð Búrsins um helgina. Hráefnið hefði annars endað í ruslinu en í staðinn geta 16 þúsund manns fengið að smakka í Hörpu um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.