Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 20
20 viðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu
jafn mikla orku og skákklukka þarf
til að ganga í næstum 100 ár
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
fara út í nám og saman fluttu þau til
Vínar vorið 2014 til að byrja að læra
þýsku. „Ég var á málabraut í mennta-
skóla þar sem ég lærði frönsku,
spænsku, kínversku og táknmál en
mér datt ekki í hug að læra þýsku,“
segir hún og hlær. „Ég var því búin
að vera á 5 mánaða þýskunámskeiði
þegar skólinn byrjaði.“
Vissi ekki af áheyrnrarpruf-
unum
Kristín hafði háleita drauma þegar
hún ákvað að flytja til Vínar en gerði
sér jafnframt grein fyrir að óvissan
er mikil í þessum bransa, og hún
hafði satt að segja ekki minnstu hug-
mynd um að La Scala væri að leita
að ungum söngvurum þegar haft var
samband við hana þaðan.
„Ég var sannarlega á réttum stað
á réttum tíma. Ég vissi ekki af þess-
ari akademíu við La Scala en hún
er að setja upp stóra sýningu næsta
sumar, Töfraflautuna eftir Moz-
art í leikstjórn Peter Stein sem er
þekktur þýskur leikstjóri. Haldnar
voru stórar áheyrnarprufur og fimm
söngvarar komust að. Allir þeir sem
komust í gegn voru ítölskumælandi
en þar sem Töfraflautan verður flutt
á þýsku vantaði unga söngvara sem
væru þýskumælandi. Útsendarar frá
La Scala voru því sendir til að finna
söngvara. Í mínum skóla eru haldnir
tónleikar eftir hverja önn þar sem
hver söngkennari kynnir bekkinn
sinn. Eftir tónleikana í maí fékk ég
tölvupóst frá umboðsmanni í Vínar-
borg þar sem mér var óskað til ham-
ingju með frammistöðuna og hann
sagðist vilja mæla með mér í þetta
verkefni. Ég áttaði mig fyrst ekkert
á því hvaða maður þetta væri eða
hvaða þýðingu þetta hefði en eftir að
söngkennarinn minn útskýrði þetta
fyrir mér þá áttaði ég mig á hversu
stórt tækifæri var að koma upp í
hendurnar á mér,“ segir Kristín og
spennan leynir sér ekki.
„Við vorum 20 úr mínum skóla
sem sungum fyrir fulltrúa La Scala.
Eftir það var mér boðið að koma
til Mílanó og syngja fyrir fleiri. Ég
flaug því frá Íslandi í júlí og söng
fyrir þau í La Scala. Þetta gekk mjög
vel og hlutirnir fóru að gerast mjög
hratt. Ég fékk síðan boð um að koma
í árs þjálfun við akademíuna við La
Scala og syngja hlutverk annarrar
dömu í Töfraflautunni. Ég er satt að
segja enn að lenda á jörðinni. Þetta
voru svo stórkostlegar fréttir,“ segir
hún.
Las úr ævisögunni í síma
Fjölskylda Kristínar er afar söngelsk
og segist hún þakklát fyrir stuðning-
inn þegar hún ákvað að elta draum-
inn. „Ég flutti út upp á von og óvon
en var alltaf bjartsýn. Þegar pabbi
frétti að ég væri að fara í fyrirsöng-
inn í La Scala hringdi hann í mig
og las fyrir mig síðustu tvo kaflana
í ævisögu Kristjáns Jóhannessonar
þar sem hann lýsir upplifun sinni