Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 10
Konur verða að fá sérstakt meðferðarúrræði Sigrún Sigurðardóttir lektor við Há- skólann á Akur- eyri hefur sérhæft sig í afleiðingum sálrænna áfalla í æsku. Hún segir heilbrigðiskerfið verða að fara að taka mið af því að sál og líkami virki í raun sem ein heild, nauðsynlegt sé að taka burt skilrúmin á milli sérfræðinga og byrja að vinna heildrænt með fólki til að ráðast að rótum vandans. Hún segir karla og konur bregðast á mjög ólíkan hátt við áföllum og þess vegna sé mjög mikilvægt að með- ferðarúrræði séu hugsuð út frá kynj- unum. Hún segir konur sem lent hafi í kynferðisofbeldi upplifa algjöra þöggun í heil- brigðiskerfinu. É g vann í mörg ár sem lög-reglukona víðs vegar um landið áður en ég fór í hjúkrun. Í lögreglunni komst ég í kynni við þá veröld sem ofbeldi í garð kvenna er, en þá upplifði ég kynferðisofbeldi ekki sem heil- brigðisvandamál heldur sem af- brotamál. Þegar ég svo fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur þá fór ég að upplifa afleiðingarnar af þessum brotum og áttaði mig á því hversu mikið heilbrigðisvandamál þetta er. Þá fyrst sá ég ljósið og áttaði mig á því að það verður að horfa heildrænt á hlutina,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Sigrún hefur sérhæft sig í afleiðingum kynferðis- ofbeldis í æsku á heilsufar og líðan síðar á ævinni. Karlar í fangelsi og konur í heil- brigðiskerfinu „Þegar ég byrjaði að skoða það hvernig fólk bregst við áföllum tók ég fljótlega eftir því að það er greini- legur munur á viðbrögðum kvenna og karla. Konur virðast beina til- finningunum meira inn á við. Þær fara í sjálfsniðurrif og enda oftar en ekki á heilsugæslunni, Reykjalundi eða á geðdeild. Karlarnir virðast hins vegar beina sínum tilfinning- um út á við og fara frekar í afbrot og fíkniefnaneyslu sem endar oft með fangelsisvist. Það er ástæða fyrir því að meiri hluti fanga eru karlmenn og ég er viss um það að stærstur hluti fanga séu þar inni vegna einhvers konar áfalla í æsku. Karlar sem upplifa áföll í æsku lenda oft í útistöðum við kerfið á meðan konur lenda frekar í heilbrigð- iskerfinu.“ Sálræn áföll koma aftur sem verkir Sigrún segir sálræn áföll í æsku sem ekki sé tekist á við koma fram síðar ævinni sem einhvers konar heilsu- farsvandamál. „Líkaminn svarar því sem ekki er tekist á við með ýmis konar fíkn, verkjum eða jafnvel ákveðnum tegunda krabbameina. Áhrif sálrænna áfalla á líkamann hafa verið mikið rannsökuð erlendis og þetta er að koma upp á yfirborðið hér,“ segir Sigrún sem í doktorsrann- sókn sinni rannsakar það hvernig hugur, líkami og sál virka í raun sem ein heild. „Oft spyrja heilbrigðis- starfsmenn ekki hvort skjólstæðingar þeirra hafi orðið fyrir kynferðisof- beldi og þolendur eru oft ekki viljugir að segja frá slíkri sögu. Þegar þeir síðan tjá sig um sögu sína fá þeir ekki alltaf rétta hjálp og stuðning í heil- brigðiskerfinu. Við verðum að taka mið af heildinni við meðhöndlun sjúk- linga. Það þarf að taka burt skilrúmin á milli sérfræðinga og vinna heild- rænt með fólki og ráðast að rótum vandans.“ Þöggun um kynferðislegt ofbeldi í heilbrigðiskerfinu Annað sem Sigrún tók eftir þegar hún fór að skoða afleiðingar áfalla, er að konur sem upplifðu kynferðisofbeldi í æsku upplifa algjöra þöggun í heil- brigðiskerfinu. „Líkaminn hreinlega Þolendur kynferðisofbeldis í æsku glíma oft við flókin andleg og líkamleg vandamál, þjást af áfallastreituröskun og fíknivanda. Þeir eiga oft við mikinn vanda að etja í nánum samböndum, kyn- lífs- og hjónabandsvanda ásamt því að vera í meiri hættu en aðrir að lenda aftur í kynferðisofbeldi. Þetta er ein ástæðan fyrir mikilvægi aðskilinnar meðferðar kvenna og karla að mati Sigrúnar Sigurðardóttur sem leggur nú lokahönd á doktorsverkefni sitt um afleiðingar kynferðis- ofbeldis í æsku. Sigrún mun halda erindi um afleiðingar áfalla í æsku á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 1. og 2. september 2015. 10 fréttaviðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.