Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 30
Þ að er gríðarlegur heiður að fá þessa tilnefningu og von-andi opnar það fleiri dyr í framhaldinu,“ segir Brynja Dögg Friðriksdóttir en hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin á hinni virtu kvik- myndahátíð Nordisk Panorama sem fer fram í september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár og ber heitið Ég vil vera skrýtin, eða I want to be weird. Sleppa fram af sér beislinu „Það sem heillar mig við kvik- myndagerð og sér í lagi heim- ildamyndagerð eru þær mörgu áhugaverðu sögur sem leynast þarna úti,“ segir Brynja. „Margar eru ósagðar og þurfa að heyrast. Kvikmyndagerð er skapandi geiri og í honum vinnur mjög mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tel mig því mjög heppna að geta gert hvort tveggja, að vinna í þessum bransa og sinna svo heim- ildamyndagerðinni inn á milli,“ segir hún Kitty er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist á ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars að styrkja sjálfs- traust og líkamsímynd kvenna og hvetja þær til að sleppa framan af sér beislinu. Þær Brynja og Kitty hittust einmitt fyrst þegar Brynja var önnur tveggja kvikmyndatöku- kvenna sem tóku upp ellefta þátt- inn af The Weird Girls Project sem ber heitið „Secret Garden“ en þar komu þátttakendur fram naktir. Þær þekktust því þegar framleið- endur myndarinnar, Heather Mill- ard og Adrienne Grierson, voru að leita að leikstjóra fyrir myndina vorið 2013. Þurfti líka að afla tekna Í myndinni er Kitty fylgt eftir í daglegu lífi og við vinnu á verkum sínum. „Mig langaði að gera portrett af listamanninum Kitty Von-Sometime, fjalla um hana en einnig þá hugsun sem liggur að baki verkum hennar. Ég tala líka við nokkrar konur sem tengjast henni og heyri þeirra sjónarmið,“ segir hún. Brynja hefur unnið að myndinni með hléum í hálft þriðja ár og seg- ir hún gott að geta tekið sér hvíld frá verkefni og koma síðan ferskur að því aftur. „Ég fylgdi Kitty eftir og það er annað vinnuferli að fylgja einhverjum eftir en að gera mynd um eitthvað fast efni. Síðan er það reyndar líka þannig að heimildamyndagerð á Íslandi er hálfgert áhugamál hjá flestum og erfitt að lifa af þessu eingöngu. Inn á milli fór ég því í önnur verkefni að afla mér tekna,“ segir hún. Brynja hefur fengist við fjöl- breytileg verkefni, í náminu gerði hún heimildamynd um líf fátækra barnafjölskyldna í Manchester og síðan vann hún stuttmynd um sendingar Rauða Krossins á barnafötun frá Íslandi til Hvíta- Rússlands, en I want to be weird er ólík öllu sem hún hefur áður gert. Myndin var sýnd á Skjaldborgar- hátíðinni í vor þar sem hún fékk afar góðar viðtökur. Hún verður frumsýnd í Reykjavík í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september og verður myndin í sýningum í Bíó Paradís í september. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is The Weird Girls Project er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í for­ grunni. Stilla úr myndinni. Portrett af listakonu Kvikmyndagerðarkonan Brynja Dögg Friðriksdóttir segir það mikinn heiður að hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd sé til­ nefnd til verðlauna sem besta heimildamyndin á kvikmynda­ hátíðinni Nordisk Panorama. Myndin heitir I want to be weird og í henni er fylgt eftir listakonunni Kitty Von­Sometime sem er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project. Brynja Dögg Friðriksdóttir segir það mikinn heiður að hennar fyrsta mynd í fullri lengd sé tilnefnd til verðlauna á Nordisk Panorama. Listakonunni Kitty Von­Sometime er fylgt eftir í myndinni I want to be weird . Stilla úr myndinni Hver er Brynja Dögg? Gemlingur með fjósalykt í hárinu og salt blóð í æðum enda uppalin í póstnúmeri 781. Kann þó ekki síður vel við mig á háum hælum í hundrað og einum, enda langbest að blanda þessu tvennu saman í lífinu, sveitinni og Sódómu Reykjavík. Fædd: 28. maí 1978 Menntun: BA í mann­ fræði og diplóma í hag­ nýtri fjölmiðlun frá HÍ og MA í heimildamynda­ gerð frá Salford háskóla í Englandi. Störf: Heimildamynda­ gerðarkona og „free­ lancer“ í kvikmyndum og auglýsingum. Áhugamál: Heim­ ildamyndir, ljósmyndun, ferðalög, tónlist, kvikmyndir og craft bjór. Leyndur hæfileiki: Er fáránlega mannglögg. Ert þú í söluhugleiðingum? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Jóhanna Gustavsdóttir Sölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði. 698 9470 johanna@fastlind.is www.fastlind.is Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ / Traust og góð þjónusta Frítt verðmat Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda ÚTFARAR- OG LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Kærleiksþjónusta í 66 ár Ný heimasíða – útför.is NÝ SENDING AF MOTTUM LAUGAVEG 25&32 / KRINGLUNNI / 553-0500 www.hrim.is 30 viðtal Helgin 28.­30. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.