Skinfaxi - 01.11.2014, Page 25
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25
húsið og sundlaugin komu
Öflugt vetrarstarf á
Hólmavík
„Hvað starfið sjálft innan HSS áhrærir hefur
þátttaka fólksins hér á svæðinu verið bara
nokkuð góð svona á heildina litið. Hólmavík
er ekki stór staður en starf Ungmennafélags-
ins Geisla hefur alla tíð verið metnaðarfullt
og mikið en á veturna er boðið upp á æfing-
ar í nokkrum íþróttagreinum í íþróttahúsinu.
Íþróttaskóli hefur verið starfræktur fyrir yngstu
börnin og gefist vel í alla staði. Með tilkomu
íþróttahússins, sem tekið var í notkun 2004,
tók vetrarstarfið stakkaskiptum og það jókst
til muna. Krakkar frá Reykhólum eru í meira
mæli farin að sækja í þá þjónustu sem í boði
er hér á Hólmavík sem er hin besta þróun.
Svo hafa aðilar verið koma og sótt í skíða-
aðstöðuna sem er afar jákvætt,“ sagði Vignir.
Góð reynsla af SamVest
Vignir kom að SamVest, samstarfi héraðs-
sambanda á vestursvæðinu, sem að hans
mati hefur gengið vel. Viðburðir tengdir sam-
starfinu hafa verið skipulagðir og hefur það
ýtt undir áhuga hjá krökkum á svæðinu.
Bylting með íþróttahúsinu
- Tilkoma íþróttahússins hlýtur að hafa
markað tímamót í starfi ykkar á sínum tíma?
„Það var auðvitað mikil bylting fyrir okkur
og gerbreytti allri íþróttaaðstöðunni hér á
Hólmavík og nærliggjandi byggðir nutu svo
góðs af. Byggt var félagsheimili upp úr 1990
sem var lengi notað sem íþróttasalur og
gerði sitt gagn en íþróttahúsið gerði gæfu-
muninn. Það segir margt um þróunina að
þegar ég var ungur voru kenndar íþróttir á
ganginum í skólanum. Það hafa því orðið
miklar breytingar í þessum efnum á síðustu
áratugum, öllum til góðs. Þegar íþróttahúsið
og sundlaugin komu urðu straumhvörf, það
verður maður bara að segja.“
Meira samstarf við sveitar-
félögin
- Ef þú horfir fram á veginn, hvernig sérðu
framtíðina hjá HSS?
„Ég á von á því að starfið eigi bara eftir að
eflast og styrkjast í nánustu framtíð. Ýmsar
hugmyndir eru uppi um að efla samstarfið
við sveitarfélögin. Ég vil meina að ráðning
tómstundafulltrúa haustið 2011 hafi verið
mikið framfaraspor. Hann var í fyrstu í 10%
starfi fyrir héraðssambandið en núna er þessi
staða orðin 100% starf. Það sýnir bara að full
þörf var orðin fyrir það og hagkvæmt fyrir
alla að hafa starfsmann til að hugsa um tóm-
stundamál barna og unglinga og ýmislegt
annað sem er á hans könnu. Það hafa komið
fram hugmyndir um að gera enn betur með
ráðningu á íþróttakennurum að skólanum og
fá um leið héraðssambandið og félögin að
því máli. Að fá manneskju sem gæti verið í
fullu starfi og einnig séð um æfingar fyrir
félögin og haldið, svo eitthvað sé nefnt, utan
um sumarstarf HSS.“
Uppbygging í Selárdal
„Ég er bjartsýnn á framtíðina hjá HSS, það
þýðir ekkert annað. Nú er að hefjast upp-
bygging inni í Selárdal, hjá Skíðafélagi
Strandamanna, en þar á að reisa hús núna
á næstunni. Það er frábært framtak af þeirra
hálfu. Einn hluti af Íslandsgöngunni, svoköll-
uð Strandaganga, var haldinn hér á sam-
bandssvæðinu í tuttugasta sinn sl. vetur. Með
því að fá hús á svæðið okkar inni í Selárdal
breytist aðstaða til æfinga fyrir alla til muna
og starfið í heild sinni,“ sagði Vignir Pálsson,
formaður HSS, í viðtalinu við Skinfaxa.