Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2014, Page 29

Skinfaxi - 01.11.2014, Page 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 ishátíð HSÞ að Laugum Fjölbreytt starf HSÞ Héraðssamband Þingeyinga hefur skipað stóran sess í hjörtum Þingeyinga og stuðlað að samheldni, félagsþroska og uppbygg- ingu samfélagsins, sem viðkemur bæði mann- virkjum og mannauði. Þegar saga sambands- ins er skoðuð kemur í ljós að starf þess hefur tekið miklum stakkaskiptum í gegnum tíð- ina, farið í gegnum hæðir og lægðir, staðið af sér erfiða tíma og eflst og dafnað. 31 aðildarfélag í dag Sambandið samanstendur af 31 aðildar- félagi árið 2014 sem standa fyrir margvíslegri starfsemi. Þar eru golfklúbbar, hestamanna- félög, fjölgreinafélög, akstursklúbbur, skák- félag og skotfélag. Félagar sambandsins eru 3381 og iðkendur 1909. Þar af eru 859 undir 18 ára aldri. Spennandi tímar Nú hefur sambandið starfað í heila öld og nýir og spennandi tímar eru framundan. Það er á valdi Þingeyinga að sjá til þess að sam- bandinu takist að starfa og dafna á komandi árum samfélagi okkar til heilla. Það er í þeirra höndum að standa vörð um þennan merka menningararf sem allir eiga saman og sam- einast í kjörorðunum: „Ræktun lýðs og lands“. Svipmyndir úr starfi HSÞ og UNÞ

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.