Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Gjögur hf., Kringlunni 7 Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Ennemm ehf., Brautarholti 10 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Rimaskóli, Rósarima 11 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Kópavogur Tölvu- og tækniþjónustan ehf. Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Garðabær Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15 Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4 Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2 Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Íþróttabandalag Akraness, Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24 Borgarnes Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnes 1 Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Álfabyggð 3 S iðferðilega séð má segja að til séu tvær leiðir að árangri í því sem kallað er nú-tímasamfélag. Önnur byggist á jákvæðu hugarfari, sem miðar að því að bæta sjálfan sig í dag miðað við sjálfan sig í gær. Að verða betri en aðrir í greininni er eingöngu jákvæð afleiðing af réttu hugarfari, góðum sjálfsaga og fleirum jákvæðum eiginleikum sem við búum yfir. Þessi nálgun hefur reglulega í för með sér jákvæð áhrif á umhverfið og einstakl- ingana í því. Hin leiðin byggist á neikvæðu hugarfari, þar sem allt miðar að því að verða betri en aðrir. Hæfileikar hvers og eins eru miðaðir við hæfileika hinna, út frá þeim sem er „bestur“. Að verða betri og ná árangri með þessari nálgun hefur reglulega í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið og einstaklingana í því. Sem dæmi um jákvæðu útgáfuna dettur mér í fljótu bragði hug Ólafur Stefánsson handboltakappi. Hann er alltaf til fyrirmynd- ar, jákvæður, einbeittur, hvetjandi og yfirleitt jákvæð áhrifum sem frá honum koma hvar sem hann kemur. Sem dæmi um neikvæðu útgáfuna dettur mér í hug ítalski fótboltakappinn Mario Balo- telli. Ég ætla ekki að fella dóm yfir manninum sjálfum, heldur bara segja frá einni mynd sem ég sá og áhrifin sem hún hefur út á við, þótt kappinn sé kannski til fyrirmyndar öllum öðr- um stundum. Þessi tiltekna mynd er tekin á æfingu hjá liðinu sem hann spilar með. Allir liðsmennirnir eru önnum kafnir við að gera armbeygjur, nema Balotelli … sem liggur á maganum og slakar á. Ég sé þetta viðmót reglulega á öllum starfsvettvangi, ekki bara í íþróttum. Þegar einstaklingar fara þá leið, til að ná árangri, að ætla sér að vera „betri en hinir“, missa þeir oft tilfinningu fyrir siðferði gagnvart þeim sem eru „lélegri“ en þeir sjálfir. Ég hef séð einstaklinga sem hafa orðið svo góðir að þeim fannst þeir bara ekki lengur þurfa að lúta sömu reglum og aðrir. Tilvistar- réttur þeirra á jörðinni vegna hæfileika þeirra óx svo gríðarlega umfram annarra að þeim fannst þeir geta komið fram nánast hvernig sem var og jafnvel gátu metið hverjir aðrir höfðu tilvistarrétt á jörðinni líkt og þeir … þekktu sína líka, sko! Fyrir mér eru ákveðin skilaboð fólgin í því sem samfélagið sendir með því að hampa „þeim bestu“ og skilja eftir fátæklega val- möguleika fyrir hina minna hæfileikaríku. Frábær leið til að knýja fram árangur, ef hún ylli því ekki reglulega að ákveðnir einstakl- ingar fari neikvæðu leiðina með tilheyrandi neikvæðum áhrifum út á við. „Meistarar“, sem sýna á afgerandi hátt, með framkomu sinni, hve miklu betri en aðrir þeir séu, senda mögulega með þessu háttalagi þau skilaboð til barnanna okkar að slík framkoma sé eitt- hvað sem „meistararnir“ eigi rétt á. Fyrir mér sitja eftir nokkrar hugleiðingar fyrir hvern og einn. Er ég mögulega að fara ranga leið að réttu markmiði? Er ég mögulega að stýra öðrum ranga leið að réttu markmiði? Hver er skiptingin á milli jákvæðra og nei- kvæðra áhrifa sem ég hef út á við? 80:20? Hvernig stýrum við aðstæðum dagsdag- lega þannig að í framtíðinni verði eingöngu jákvæðar fyrirmyndir sýnilegar? Kristinn Óskar Grétuson, nefndarmaður í lýðheilsu- og forvarnanefnd UMFÍ. Jákvæður eða neikvæður sigurvegari? Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsinga- miðstöð og sýningar. Kristinn Óskar Grétuson, lýð- heilsu- og for- varnanefnd UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.