Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 6
„Til þess hefir verið mælzt, að ég gerði í
fáum orðum grein fyrir því, hvers vegna ég
hafi fallizt á að vera á lista Lýðveldisflokks-
ins við næstu kosningar til alþingis, og er
nrér ljúft að verða við þeirri beiðni.
Ástæðurnar til þessa eru fleiri en ein. En
sú þeirra, er rnestu ræður, er hin yfirlýsta af-
staða Lýðveldisílokksins til stjóinaiskiái-
málsins.
Ég er einn þeirra fjölmörgu íslendinga,
sem hef búizt við því á hverju ári nú í níu
ár, að ríkisstjórnir og alþingi efndu rnarg gefin
loforð sín um endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar. Öll þessi ár hefi ég — eins og aðrir —
orðið fyrir vonbrigðum.
Nokkrir áhugamenn um stjórnarskrámrál-
ið tóku höndum saman fyrir nokkrum árum
og mynduðu með sér félög til þess að vinna að
því að skýra stjórnarskrármálið fyrir almenn-
ingi og vinna að framgangi þess á þann veg,
að fá rnenn úr öllum lýðræðisflokkunum til
þess að skipa sér fast unr ákveðna lausn þess.
Ég var einn í þeirra hópi. Við höfðum bvggt
okkur upp lausleg samtök, enda var þeim
ekki lengra líf hugað en þar til stjómarskrár-
rnálið væri komið í höfn.
Þeim samtökum var sundrað af pólitískum
myrkravöldum, og „áhugamcnnirnir" eru
flestir orðnir ósýnilegir. Síðustu árin hefir það
kornið greinilega í ljós, að enginn hinna
gömlu stjórnmálaflokka vill neina teljandi
breytingu á stjómarskránni og þeir hafa nú
allir tekið afstöðu gegn þeirri breytingu henn-
ar, sem fyrir mér er aðalatriði í því máli, en
það er sem fullkomnust aðgreining fram-
kvæmdar- og löggjafarvalds.
Mér er því nú Ijóst orðið, að eigi nokkru
sinni að fást viðunandi breyting á stjórn-
arskránni, verður að vera til í landinu flokk-
ur, sem berst einhuga fyrir ákveðinni lausn
málsins og neytir allra ráða til að knýja þá
lausn frarn.
Það er til þess að styrkja Lýðveldisflokk-
inn í þeirri vðileitni, sem ég legg honum lið,
ef eitthvert gagn rnætti að mér verða.
Á síðast liðnu hausti voru tíu ár liðin síð-
an ég fór úr Alþýðuflokknum og hætti öll-
um teljandi afskiptum af stjórnmálum. Ég
hef þó oftast fylgt mínum gamla flokki af
gamalli en ef til vill misskilinni tryggS, því
ég hef ekki getað fengið mig til að fara að
kjósa hina flokkana, sem ég áður barðist svo
hatrammlega gegn, oft og einatt. En nú hafa
þau umskipti, sem allir vita, orðið á því
heimili, er gera mér með öllu gjörsamlega
ómögulegt að styðja hann lengur á nokkurn
hátt, þar sem hann siglir nú hraðbyri yfir í
nýkommúnismann, undir illa fenginni og
óheillavænlegri forustu.
Mér er það ljóst, að síðustu árin hef ég
breytzt allmjög í hugsunarhætti frá því sem
fyrr var, og á nú frekar samleið með þeirn,
sem í raun og sannleika skilja þýðingu ein-
staklingsfrelsisins og vilja varðveita það. Þess
vegna er ég ekki andvígur neinu stefnuskrár-
atriði Lýðveldisflokksins og get því með
góðri samvizku fylgt honum.
Mér er hins vegar ekkert launungarmál, að
ég tel þjóðarnauðsyn að upp rísi hér í landi
kiistilegui stjóinmálaflokkui, sem beitir sér
fyrir alhliða kristilegri siðbót í þjóðmálum ís-
lendinga. Sú er von nrín, að Lýðveldisflokk-
urinn geti orðið upphaf slíkrar hreyfingar á
stjórnmálasviðinu og væri þá vel farið. Ræð-
ur það einnig nokkru, að ég fylgi honum nú
að málum.
*
Fyrir nokkru hóf ég að taka lauslega sam-
an frumdrög að stefnuskrá fyrir þau samtök,
sem ég vil beita mér fyrir að koma á fót, og
hefi til bráðabirgða nefnt kristilega þjóð-
fylkingu.
Ég tel bæði rétt og tímabært að birta þess-
ar hugleiðingar nú og fara þær hér á eftir:
4 DAGRENN I NG