Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 13
SÉRA JÓHANN HANNESSON:
Fyrírgefníng syndanna
Hinn kristni fagnaðarboðskapur er fyrst
og fremst frásögn frá Guðs fyrirgefandi náð.
Með náðinni vill Guð endurreisa hinn synd-
uga og fallna mann. Aftur og aftur er það
endurtekið að Drottinn vill Rrirgefa mönn-
um syndir þeirra og gera þá að sínum böm-
ura, það er að segja nýjum mönnum.
Kristilegt siðferði byggir einnig á þessum
sama grundvelli. Það er siðferði þakklætis
fyrir Guðs óumræðilegu gjöf í Jesú Kristi.
Maðurinn þjónar Guði frjáls og glaður, fagn-
andi og þakklátur fyrir hans náð og miklu
miskunsemi, ekki með nauðung og nöldri,
heldur af fúsu geði eins og elskulegt barn
þjónar föður eða móður.
„Vér elskum,“ segir Jóhannes, postuli kær-
leikans, „af því að hann elskaði oss að fyrra
bragði." „Það er elska Guðs sjálfs, sem er upp-
sprettulindin. „í þessu er kærleikurinn inni-
falinn: ekki að vér elskuðum Guð, heldur að
hann elskaði oss og sendi son sinn til að
vera friðþæging fyrir syndir vorar.“ Það er
þessi kærleiki Guðs, sem kernur til vor að
fyrra bragði, sem leiðir oss til hins nýja lífs
trúar og siðgæðis. „Af því þekkjum vér kær-
leikann að hann lét lífið fyrir oss, svo eigum
vér og að láta lífið fyrir bræðuma."
Hér hefir verið talað um kærleikann, sem
kemur frá Guði á undan allri viðleitni manna
til að gera nokkuð fyrir hann, já, meira að
segja meðan maðurinn er enn óvinur náð-
arinnar. Með þessum kærleika elskar Guð
alla menn. Náðarljós hans streymir út eins
og ljósið frá sólunni. En mennirnir elskuðu
myrkrið frarn yfir ljósið, því að verk þeirra
voru vond. En hinum vondu verkum vill Guð
eyða fyrst og fremst með fyrirgefningu synd-
anna.
Hvað þýðir kenning kirkju vorrar um rétt-
læting af náðinni einni, fyrir trúna eina? í
öllurn aðalatriðum þýðir hún hið sama sem
hér er að ofan skráð. En áherzlan hggur þar
á sérstöku atriði náðargjafarinnar: Mannin-
um er gefin náð Guðs með ákveðnu móti til
hjálpræðis. Réttlæti Jesú Krists er honum
tilreiknað án verðskuldunar. Hið fullkomna
réttlæti Guðs sonar er syndugum rnanni gef-
ið fyrir ekki neitt um leið og hann tekur við
náðarboðskapnum í trú. Jesús Kristur gerir
það fyrir syndugan mann, sem maðurinn get-
ur aldrei gert. Hann uppfyllir allar þær kröf-
ur, sem Guð gerir og ávöxtinn af þessarri upp-
fyllingu — fullkomna lífi og heilaga dauða —
gefur sjálfur Guð syndugum og óverðugum
manni. Þannig kemur Guð til vor mannanna
til að vera vor Drottinn og Frelsari, til að
gefa oss eilíft líf og alla himneska fjársjóði.
Fögnuði kristins manns er fagurlega lýst
í þessu versi:
Ég gleðst af því ég Guðs son á,
hann gaf mér sig og allt um leið
er bæta fátækt mína má
og minni létta sálar neyð.
í þriðju grein trúarjátningarinnar, þar sem
vér játum trú vora á Heilagan Anda, er líka
sagt: Ég trúi á ... fyrirgefning syndanna, upp-
risu holdsins og eilíft líf. Trúin á fyrirgefning
syndanna — réttlætingu fyrir Krist án vorrar
DAGRENNING 11