Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 32
vofir, þyrfti hvorki meira né minni en and-
lega og vitsmunalega byltingu.
Þessi hætta hefir vaxið. öll Asía er í
dauðans hættu. Hjalið um „frið“ í Koreu
hefir ekki reynzt annað en kænlegt herbragð,
til þess að gefa óvinunum tíma til að styrkja
aðstöðu sína.
Þeir í Kreml hlógu. En meðal okkar
heyrðust aðeins raddir fáeinna hrópenda.
AÐ VINNA HUGSJÓNIR.
Einn ræðumaðurinn af öðrum á ráðstefn-
unni sagði, að það væri nauðsynlegt að vinna
hugsjónastríðið, og að það væri ekki hægt
fyrri en við hefðum það ljóslega á vitund-
inni, að hugsjónafræði okkar bæri af hinni
marxistisku hugmvndafræði; örugga lifandi
sannfæringu, sem við gæddum lífi í fram-
kvæmd.
Það var eftirtektarvert, að ræðumennimir
lögðu megináherzluna á þetta. Enda þótt
fundarefnið væri stjómmálalegs eðlis, lögðu
ræðumennirnir megináherzlu á þörfina á
andlegri vakningu.
Flestir virtust álíta, að okkur standi ekki
einungis hernaðarleg og stjómmálaleg ógn
af Sovétríkjunum og Kína, heldur sé einnig
vá fyrir dvrum heima fyrir. Það er eitrun í
okkar eigin þjóðlífi — drungalegur sofanda-
háttur, skortur á þreki til að taka ákvörðun,
sem dregur úr möguleikum okkar til að ná
úrslitasigri. Við erum andlega og menning-
arlega ruglaðir, svo sem lýsir sér í þrotlaus-
um mótsögnum, flökti, mögli og ósigrum.
Ur þessum viðjum getur ekkert leyst okk-
ur nema andleg bylting.
STJÓRNMÁLALEG HERNAÐARVÉL.
Þeir, sem sátu ráðstefnuna, voru vissulega
þeirrar skoðunar, að nauðsyn væri á heppi-
legri, stjómmálalegri hemaðarvél. Við yrð-
um að gera greinarmun á rússnesku þjóð-
inni og leiðtogunum í Kreml, að þeir, sem
slyppu frá hemumdu löndunum fengju að
ráða mestu um skipulagningu Evrópu, en
framar öllu öðru lögðu fundarmenn áherzlu
á nauðsyn á öflugri endurvakningu heima
fyrir.
ÞÖRF Á LEIÐTOGUM..
Það kom einnig greinilega í ljós á ráð-
stefnunni, að fundarmenn komu auga á þörf-
ina á leiðtogum innan þess litla hóps, sem
er vakandi fyrir þessum hlutum. Ræðu-
menn álitu reyndar, að leiðtogar væru þeg-
ar til, en fólkið fengist ekki til að fylkja sér
um þá. Enginn getur stjórnað, ef engir
fylgja.
DULLES BOÐIÐ.
Fundamienn samþykktu í einu hljóði
ályktun um að bjóða herra John Foster
Dulles til London frá Ameríku, til að gera
fullkomna grein, fyrir afstöðu Ameríku-
manna í áheym evrópiskra fulltrúa. Þetta
boð hefur verið sent. Herra Dulles var boðið
vegna þess, að hann, einn allra leiðandi
stjórnmálamanna, hefir haft svo mikinn
áhuga á þessu máli upp á síðkastið.
FRÁMKVÆMDIR 1 FRAMTÍÐINNI -
HVEKNIG LESENDUR GETA
AÐSTOÐAÐ.
Samþ)'kktir ráðstefnunnar verða skráðar
og birtar öllum lesendum í Intelligence Dig-
est. Vonandi er, að þetta hafi nokkur áhrif.
Ráðstefnunni lauk með mikilli hvatningu.
Álitið var, að þótt allt annað brygðist, gætu
lesendur Intelligence Digest, ef þeir vildu,
vakið þá hreyfingu, sem breytti öllu.
Þeir, sem að ráðstefnunni stóðu, em reiðu-
búnir að senda bækur og ræðumenn, hvert
sem er, þar sem lesendur Intelligence Digest
geta náð saman réttum mönnum til að
kynna sér þessi mál, með þeim fyrirvara,
auðvitað, að þeir kosti ræðumennina. Fmm-
30 DAGRENN I NG