Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 10
IV. EINRÆÐISSTEFNUR. Ekkert þjóðfélag fær til lengdar staðist ef það leyfir fjandmönnum sínum að sýkja þjóðlífið og spilla samstarfi þjóðfélagsþegnanna, við- halda úlfúð og illindum milli þjóðfélagsstéttanna, sem þurfa að vinna saman ef þjóðarhagurinn á að blómgast og menning að haldast með þjóðin. Einræðis og kúgunarstefnur, hverju nafni sem þær nefnast, eru heiðin- dómur og að baki þeirra stand nálega ávallt vel skipulögð og meira eða minna dulin samsærissamtök, sem hafa útrýmingu Guðstrúar og kristin- dóms að lokatakmarki. Gegn þeim ber að vinna með öllum þeim ráðum, sem tiltækileg þykja, en þó fyrst og fremst með almennum, opinberum samtökum og útrýmingu þeirra mann sem fylgja slíkum stefnum úr trún- aðarstöðum í þjóðfélaginu. Kristilegur stjórnmálaflokkur þarf sérstaklega að hafa gætur á og vera á verði gegn þeirri sýkingarhættu, sem stafar af ýmislega dulbúnum heiðin- dómi, sem smeygir sér undir allskonar yfirskyni inn í trúar- og mennn- ingarlíf þjóðarinnar. V. FÉLAGSMÁL. Heimilið — foreldramir og börnin — er grundvöllur kristins þjóðfélags. Ekkert heimili fær haldist nema fjölskyldan eigi kost sæmilegs og sæmilega búins húsnæðis. 1. Húsnæðismálin verður því að leysa fyrst allra félagsmála á viðunandi hátt. Þjóðinni er það vansæmd að ekki skuli vera til nægilegt viðunandi hús- næði handa öllum fjölskyldum í landinu. Bygging nýrra íhúðarhúsa og end- urbætur og viðgerð eldra húsnæðis á því að hafa forgangsrétt fyrir öðrum fjárfestingarframkvæmdum. Ríkisvaldinu ber að styðja raunhæfar framkvæmdir í húsnæðismálum bæði með skynsamlegri löggjöf og með því að hlutast til um að jafnan sé veitt hæfilega miklu lánsfé með viðunandi kjömm til íbúðarhúsabygginga. Ríkisvaldinu ber að styðja jöfnum höndum einkaframtak sem félagsfram- tak til lausnar húsnæðismálinu. Lánastarfsemi til íbúðarhúsabygginga verði komið í fast horf og verði sú starfsemi rekin á ábyrgð lánsstofnananna sjálfra með nauðsynlegu aðhaldi af opinberri hálfu. Ibúðarbröggum og öðrum heilsuspillandi húsnæði verði útrýmt án taf- ar og braggarnir rifnir en því fólki, sem þar dvelst fengnar íbúðir í bráða- birgðahúsnæði, sem ríki og sveitarfélög koma upp í sameiningu. 2. Rafveitukerfi ríkisins verði endurskoðað og allar stærri rafstöðvar verði ríkisreknar þar sem reynslan hefir þegar sýnt að sveitarfélögum og 8 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.