Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 36
^Kjarnalím^ Hínn mndraverSí samloSimarkraftmr Fyrirsögn þessarar greinar er telcin úr nýrri bók, „The Atom Speaks and Echoes the Word of God“, eftir D. Lee Chesnut. Höfundurinn er starfsmaður hjá Ceneral Electric Company í New York, og er sannkristinn Biblíutrúannaður. — Sök- um þeirrar innsýnar, sem hann hefir í eðli og byggingu kjarnans er hann tíður ræðumað- ur í kirkjum og á kristilegum samkomum þar sem rætt er um samsvörun Biblíunnar við vísindin. Bókin, sem við höfum vitnað til, er vel rituð með mörgum myndum, svo að þeir sem ekki hafa nægilega tæknilega menntun geti skilið þessi vísindi og samband þeirra við sannindi Biblíunnar. Það ætti að nægja að segja hér, að með orðinu „kjarnalím" á höfundur við hið furðulega afl, kraftinn, sem heldur atómkjamanum saman. Mönnum er það nú almennt kunnugt, að hvert efni er samsett af atómum sem eru af sömu gerð. Með því að skipa á annan hátt ýmsum hlutum atómsins, svo sem prótónum, neutrónum og elektrónum, er hægt að breyta einu efni í annað. Þetta hefur verið gert hvað eftir annað í hinum stóru eðlisfræðirannsókn- arstofum víða um heirn, en það er mjög kostnaðarsamt verk. Þrír aðalhlutar atómkjarnans, sem við nefndum áður, eru prótónur, sem eru hlaðnar jákvæðu (positifu) rafmagni, electrónur, sem hlaðnar eru neikvæðu (negatífu) rafmagni og síðan neutrónur sem, eins og nafnið bend- ir til, eru alveg áhrifalausar. Kjamafræðingar geta sagt okkur ýmislegt um sérkenni þessara hluta, en hvað þeir eru í raun og veru er enn mjög á huldu. Enginn hefir nokkru sinni átt hnefafylli sína af prótónum; enginn veit hvemig efni yrði úr þeim. Lögmál Coulombs kennir okkur, að hlut- ir sem hlaðnir eru samskonar rafmagni hrindi hver öðrum frá sér, en þeir sem hlaðnir eru gagnstæðu rafmagni, dragi hver annan að sér. Hver sá, sem hefir leikið sér með rafsegul, hefir sannprófað þetta. Þrátt fvrir þetta velþekkta lögmál, hafa eðlisfræð- ingar þó verið í mestu vandræðum með að skýra, hvað það er sem heklur atómkjarnan- um saman. Súrefniskjaminn t. d. er gerður úr átta prótónum og átta neutrónum. Neu- trónumar eru ekki hlaðnar neinu rafmagni, en prótónumar eru jákvæðar (pósitífar). Sam- kvæmt Coulombs lögmáli ætti súrefnis- kjarninn ekki að haldast saman heldur ættu agnimar að þjóta hín í hverja áttina. En það einkennilega er, að þetta er ekki svo. Ef við höldum áfram að fylgjast með rann- sóknum eðlisfræðingsins Chesnut, þá fáum við þær upplýsingar, að krafturinn, sem held- ur tveim prótónum sarnan innan kjamans, samsvari tíu til fimmtíu punda þunga. Þetta eru stórkostlegar tölur, þegar haft er í liuga hve geysismátt atómið er. Þetta verður enn athyglisverðara, þegar við fáum að vita, að áætluð fjarlægð milli tveggja prótóna inn- an sama kjama er minni en V400 milljónasti úr þumlungi. Stórkostlegt svið opnast fyrir augum okkar, þegar við hugleiðum þessar geysilegu tölur. Öllum efnum er haldið sam- an með geysilega sterku innra samloðunar- afli, sem vísindamenn kalla kjamalím, (Nu- clear Glue). 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.